Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 299 svör fundust

Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?

Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhver...

Nánar

Er talað um framlegð við sölu á þjónustu (það er útseldri vinnu)?

Með framlegð af tiltekinni sölu er átt við muninn á tekjum vegna sölunnar annars vegar og breytilegum kostnaði vegna hennar hins vegar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að tala um framlegð við sölu á þjónustu, alveg eins og við sölu á vörum. Þannig gæti fyrirtæki til dæmis selt vinnu starfsmanns til viðskiptav...

Nánar

Er bannað samkvæmt lögum að elta stöðumælavörð og setja peninga í útrunna stöðumæla sem verða á vegi hans?

Nei, hvergi í lögum er tekið sérstaklega á þess háttar athæfi, enda ekki verið að brjóta neitt með því að setja peninga í útrunna stöðumæla. Miklu frekar er einmitt verið að framfylgja þeim reglum að greiða eigi fyrir afnot af bílastæðum á ákveðnum svæðum og vandséð hvaða lögbrot ætti að felast í því að greiða fyr...

Nánar

Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...

Nánar

Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?

Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...

Nánar

Hvernig er hægt að 'splæsa' á aðra?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "splæsa" í þeirri merkingu að borga fyrir einhvern, því við þekkjum það frá að splæsa saman kaðal en hvernig þróast það í hina merkinguna? Sögnin að splæsa hefur tvær merkingar. Annars vegar er hún notuð um að tengja saman tvo víra eða tvo kaðla en hi...

Nánar

Hvers vegna er borgaður skattur af ellilífeyri?

Greiðslur Tryggingastofnunar á ellilífeyri eru skattlagðar eins og hverjar aðrar launatekjur. Vegna þess hve lágur ellilífeyrir er, lægri en skattleysismörk, þarf þó ekki að greiða skatt af ellilífeyri nema viðkomandi sé jafnframt með aðrar tekjur þannig að samanlagt séu tekjurnar hærri en skattleysismörk. Þetta e...

Nánar

Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...

Nánar

Fleiri niðurstöður