Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1685 svör fundust

Hvað er kósangas og hvernig brennur það?

Upphaflega spurningin var á þessa leið: Hvernig er samsetning, uppruni og eðlismassi kósangass? Hvaða gastegundir myndast við bruna þess? Eru þær léttari eða þyngri en andrúmsloftið? Kósangas er öðru nafni nefnt própangas og er ýmist unnið úr jarðolíu eða með efnabreytingu á skyldu efni sem nefnist propene. ...

Nánar

Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?

Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...

Nánar

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

Nánar

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...

Nánar

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

Nánar

Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?

Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...

Nánar

Hvað eru stærstu rotturnar á Íslandi stórar?

Í grein sinni „Nagdýr á Íslandi“ í ritinu Villt íslensk spendýr, segir Karl Skírnisson líffræðingur að búklengd brúnrottunnar (Rattus norvegicus) sé 18-26 cm og halinn 15-22 cm langur. Þyngdin er á bilinu 140-400 g. Brúnrotta (Rattus norvegicus) Í erlendum rannsóknum kemur fram að afar sjaldgæft sé að rottur ver...

Nánar

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...

Nánar

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...

Nánar

Hvert er farið fram í rauðan dauðann?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf? Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskól...

Nánar

Ryðga málmar í frosti?

Já, járn ryðgar í frosti ef loftið er rakt, þó hægar en í hlýrra veðri. Ryðmyndun er efnahvarf og þau verða örari eftir því sem hitinn er meiri. Fljótandi vatn eða raka í lofti þarf til ryðmyndunar og því dregur úr henni þegar vatnið frýs Það sem við köllum frost miðast við hitastigið þar sem vatn frýs. Við köllum...

Nánar

Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?

Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...

Nánar

Fleiri niðurstöður