Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1109 svör fundust

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar. Vinstri kra...

Nánar

Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...

Nánar

Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?

Hægri og vinstri eru orð sem við notum yfir afstöðu hluta í umhverfinu til líkama okkar. Í Íslenskri orðabók (ritstjóri Árni Böðvarsson) segir um orðið hægri í þessari merkingu: ‘um þá hlið líkamans þar sem hjartað er ekki: h. fótur, h. hönd; um átt eða stefnu sem miðast við hægri hlið líkamans’. Vinstri er svo á ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Eva Heiða Önnudóttir stundað?

Eva H. Önnudóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar snúa að kosningahegðun (kosningaþátttöku og hvaða flokka fólk kýs), viðhorfi til stjórnmála bæði meðal kjósenda og hinnar pólitísku elítu, og tengslum kjósenda og elítu. Rannsóknir Evu hafa bæði beinst að íslenskum stjór...

Nánar

Hversu margir deyja árlega af völdum reykinga í heiminum?

Í tóbaksreyk eru nokkur þúsund efni og efnasambönd og eru mörg þeirra hættuleg heilsu manna. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að tóbaksneysla eykur verulega líkurnar á alvarlegum sjúkdómum svo sem krabbameini, hjarta- og æðasjúkdómum og lungnasjúkdómum. Talið er að um 1,3 milljarður manna í heiminum rey...

Nánar

Hvað er gas?

Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...

Nánar

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

Nánar

Hver er helsti munurinn á lífrænum og ólífrænum efnum?

Lífræn efni eru einfaldlega allar þær sameindir sem innihalda kolefnisatóm (C) tengd vetnisatómum (H), það er innihalda C-H tengi. [1] Annað megineinkenni stærri lífrænna sameinda er að þær samanstanda af tengjum milli C-atóma,[2] sem ýmist geta verið eitt (C-C), tvö (C=C) eða þrjú (C≡C) auk C-H tengja. Alls...

Nánar

Hver fann upp leysigeislann?

Þegar spurt er um uppfinningar er oft erfitt að tilgreina hver nákvæmlega fann upp hitt eða þetta. Rannsóknir annarra liggja iðulega að baki nýrri þekkingu og margir koma oft að uppgötvunum sem á endanum eru kannski eignaðar einum vísindamanni. Þegar spurt er um hver fann upp leysigeislann eða leysiljósið má þess ...

Nánar

Hvað er skynheild (Gestalt) og hvernig tengist hún sálarfræði?

Skynheildarsálfræði (gestalt psychology) kom upphaflega fram sem andóf við svokallaðri formgerðarstefnu (structuralism) sem var ráðandi viðhorf í sálfræði allt til þriðja áratugar síðustu aldar. Formgerðarstefnumenn svo sem Wilhelm Wundt, faðir vísindalegrar sálfræði, og Edward B. Titchener töldu að hægt væri að l...

Nánar

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

Nánar

Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?

Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...

Nánar

Fleiri niðurstöður