Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 39 svör fundust

Af hverju hóstar maður?

Hósti er kröftug skyndileg útöndun til að losa öndunarveginn við slím, vökva eða agnir. Hósti stafar af krampakenndum samdráttum í brjóstholi og fer oftast af stað vegna þess að slím hefur safnast fyrir. Slímið er myndað af slímkirtlum í yfirborðsþekju öndunarvegarins. Í það festast agnir, til dæmis óhreinind...

Nánar

Hvað merkir "kíg" hjá þeim sem eru með kíghósta?

Orðið kíghósti er til í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar. Það er tökuorð úr dönsku 'kighoste' en í dönsku merkir sögnin kige að ‘hósta með soghljóði, anda þungt’. Fyrri liðurinn er skyldur enska orðinu cough 'hósta'. Náskylt danska orðinu er einnig þýska orðið Keuchhusten í sömu merkingu og kíghó...

Nánar

Hver eru algengustu einkenni lungnakrabbameins?

Einkenni lungnakrabbameina eru margvísleg, en algengust eru einkenni frá brjóstholi. Lungnakrabbamein getur þó einnig greinst fyrir tilviljun við myndatöku vegna annarra sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma eða eftir áverka.[1][2] Algengustu einkenni lungnakrabbameins eru eftirfarandi: hósti brjóstve...

Nánar

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?

Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...

Nánar

Hvað er kíghósti?

Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi sí...

Nánar

Hvað er inflúensa?

Inflúensa er bráð veirusýking sem orsakast af inflúensuveirum A og B og veldur faraldri nánast á hverjum vetri. Hlutfall þeirra sem smitast og veikjast í faraldri er 10-40% og vara faraldrar gjarnan í 5-10 vikur. Inflúensa A er algengari en inflúensa B, en báðar tegundir geta greinst í faraldri. Einkenni Dæmi...

Nánar

Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum?

Í svari við spurningunni Getur maður dáið úr fuglaflensu? á Vísindavefnum er að finna eftirfarandi um einkenni fuglaflensu í mönnum: Þar sem fuglaflensutilfelli í mönnum eru fátíð eru einkennin ekki að fullu þekkt. Þau geta meðal annars líkst venjulegum flensueinkennum svo sem hiti, hósti, hálsbólga og verkir í ...

Nánar

Hver eru helstu einkenni bráðrar flúoreitrunar í skepnum?

Eldgosum fylgir oft öskufall sem getur reynst skepnum hættulegt, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa eldgos á dýr? Sérstaklega þarf að huga að flúori sem getur bæði valdir bráðri og langvinnri eitrun. Auðleyst flúorsambönd sogast fljótt og nær algjörlega frá meltingarvegi og finnast eftir ...

Nánar

Hvað gerist ef maður andar að sér ósoni?

Óson getur, jafnvel í litlu magni, verið skaðlegt barka og lungum. Hversu alvarlegur skaðinn verður veltur bæði á styrk ósonsins í loftinu og hversu lengi maður verður fyrir áhrifum þess. Þó getur hlotist alvarlegur og varanlegur skaði á lungum eða dauði af því að anda að sér tiltölulega litlu ósoni í mjög stuttan...

Nánar

Hvað eru berklar?

Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?

Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...

Nánar

Hvað er ennisholubólga og er hún læknanleg?

Ennisholubólga er bólga í ennisholum sem stafar af veiru-, bakteríu- eða sveppasýkingu. Ennisholur eru loftfyllt rými í höfuðkúpunni. Þær eru klæddar slímhúð. Auk hola bak við ennið eru sambærilegar holur fyrir aftan nefbein, kinnbein og augu. Heilbrigðar holur eru lausar við sýkla, loft streymir um þær og slím...

Nánar

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

Nánar

Hvað er hermannaveiki?

Hermannaveiki orsakast af bakteríu sem kallast Legionella pneumophila. Sýking af völdum þessarar bakteríu greindist fyrst eftir ráðstefnu gamalla bandarískra hermanna sem haldin var á hóteli í Fíladelfíu árið 1976. Hátt í 200 manns veiktust og margir dóu. Við krufningu fannst bakterían í sýni frá lungum. Nú eru þe...

Nánar

Fleiri niðurstöður