Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 562 svör fundust

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál. Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af ...

Nánar

Hvernig fjölga fuglar sér?

Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...

Nánar

Til hvers eru augnhár?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til hvers eru augnhár og hvað myndi gerast ef við hefðum þau ekki?Augnhár tilheyra fylgihlutum augnanna. Hinir eru augabrúnir, augnlok og tárakerfið (tárakirtlar, tárapokar, táragöng og -rásir). Segja má að augnhárin tilheyri augnlokunum. Augnlokin dreifa smurningsvökva ...

Nánar

Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?

Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum. Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins...

Nánar

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?

Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vega...

Nánar

Hvaðan eru jarðarber upprunnin og hvað kallast þau á öðrum málum?

Eiginleg heimkynni jarðarberja eru í tempraða beltinu á norðurhveli jarðar. Þau jarðarber sem eru ræktuð nú á dögum koma aðallega af tveimur tegundum, Fragraria virginiana og Fragraria chiloensis sem báðar eiga rætur að rekja til Ameríku. Í bókinni Matarást eftir Nönnu Rögnvaldsdóttur segir meðal annars þetta u...

Nánar

Hvað mundi gerast ef ég færi inn í svarthol?

Flest við svarthol er ólíkt því sem við eigum alla jafna að venjast. Ef við hugsum okkur að spyrjandi lenti í því óláni að sogast að svartholi er hægt að fjalla um hvað gerist frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar frá sjónarhóli þeirra sem verða vitni að atburðinum og hins vegar frá sjónarhóli þess sem lendir í s...

Nánar

Er til annar heimur inni í svartholum?

Eins og fjallað hefur verið um áður á Vísindavefnum getum við aldrei fullvissað okkur um það hvort til sé annar heimur eða ekki. Um það má meðal annars lesa í svari við spurningunni: Gæti hugsanlega verið til annar alheimur? Spyrjandi spyr sérstaklega um svarthol og er þá væntanlega að vísa til svonefndra ormag...

Nánar

Hvort geymist brauð betur fyrir utan ísskáp eða inni í honum?

Hægt er að svara þessari spurningu á tvo vegu eftir því hvort átt er við geymslu með tilliti til örverufræðilegra þátta eða gæðaskerðingar vegna hörðnunar brauðsins. Út frá örverufræði má reikna með að brauð geymist lengur í ísskáp heldur en í stofuhita en út frá gæðum er vænlegra að geyma það við stofuhita. Út ...

Nánar

Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?

Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni. Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orð...

Nánar

Hvað er ferðasúpa?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega? Hvað er ferðasúpa? Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefi...

Nánar

Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?

Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn. Bensínið hæ...

Nánar

Fleiri niðurstöður