Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 35 svör fundust

Hvers vegna eru mörg vestfirsk fjöll slétt að ofan en ekki tindótt?

Vestfjarðakjálkinn er 10 til 16 milljón ára gamall, myndaður að mestu úr hraunum sem runnu frá rekbelti sem lá um Snæfellsnes og norður í Miðfjörð (Húnaflóa). Á þeim tíma, það er fyrir ísöld, hefur landslag verið fremur flatt og lítt skorið fjörðum og dölum, þannig að stór hraun runnu langar leiðir út úr gosbeltin...

Nánar

Getið þið sagt mér eitthvað um útræn öfl?

Kennslubók Þorleifs Einarssonar (1931-1999), Jarðfræði er gagnleg fyrir þá sem vilja fræðast um jarðvísindi á íslensku. Í inngangi að 5. útgáfu bókarinnar frá árinu 1985 segir Þorleifur eftirfarandi:Vettvangur jarðfræðinnar er jarðskorpan, en viðfangsefnin eru tvíþætt og skiptist jarðfræðin því í tvær megingreinar...

Nánar

Af hverju eru engin fjöll í Danmörku?

Danmörk er hluti af norður-evrópsku lágsléttunni, milli hinna kaledónísku fellingafjalla Skandinavíu í norðri og Alpafjalla í suðri. Landslag þessa svæðis er að mestu mótað af jöklum ísaldarinnar sem skildu eftir sig ógrynni af framburði sem sums staðar er mörg hundruð metra þykkur. Eiginlegt berg finnst hverg...

Nánar

Hvað er löss?

Löss er vindborið set sem iðulega hefur myndast við lok ísaldar þegar jöklar hörfuðu og skildu eftir sig mikið af fínkorna bergmylsnu sem sorfist hafði úr berggrunninum. Vindar feyktu setinu langar leiðir og settu það niður í þykkum lögum sem þekja landslagið sem fyrir var. Frægar myndanir eru til dæmis í vestanve...

Nánar

Hvað er vatnsrof?

Í kennslubók Þorleifs Einarssonar Jarðfræði: saga bergs og lands (1. útg., 1968) er skilgreint hvað átt er við með hugtökunum veðrun og rof. Þar segir:Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Venjulega verða þó bergmylsna og uppleyst efni ekki lengi kyrr á veðrunarstaðnum, heldur flytjast þau burt, t.d. me...

Nánar

Hvernig er Reynisvatn myndað?

Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum: Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn. Jökulker eru dældir ef...

Nánar

Hvernig myndast sandsteinn og finnst hann á Íslandi?

Sandsteinn (í þröngum skilningi) er sjaldgæfur á Íslandi. Hann myndast við hörðnun sands. Bergið sem myndar yfirborð jarðar skiptist í þrjár deildir eftir uppruna sínum: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg hefur storknað úr glóandi bergkviku, setberg harðnað úr lausu seti, til dæmis leir og sand...

Nánar

Hvernig myndast fjallseggjar?

Elsta berg á Íslandi er um 16 milljón ára, og þar til ísöld hófst fyrir um 3 milljónum ára má segja að uppbyggingaröflin hafi verið ráðandi. Víðáttumikil blágrýtishraun dreifðust frá gossprungum rekbeltanna yfir fremur flatt og hallalítið land sem litið hefur út líkt og risavaxinn skjöldur, hæstur um miðbik landsi...

Nánar

Hvernig verða fjöllin til?

Það eru til margar gerðir af fjöllum; há og lág, brött og aflíðandi, hvöss og slétt að ofan, dökk fjöll og ljós, stök og í fjallgörðum og svona mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum fjölbreytileika er sú að fjöllin hafa myndast við mismunandi aðstæður, úr mismunandi kviku og síðan er mismunandi hvernig náttúruöf...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Hraunfossa og Barnafoss?

Hraunfossar er heiti fallegra smáfossa sem renna undan Hallmundarhrauni út í Hvítá. Vatnið í fossunum er tært lindarvatn en jökulvatn er í Hvítá svo andstæður fossanna og Hvítár eru þarna miklar. Ofan við Hraunfossa eru litlir fossar eða flúðir í Hvítá, og kallast þær einu nafni Barnafoss. Þar fellur Hvítá fram af...

Nánar

Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?

Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...

Nánar

Hvernig myndast jöklar?

Jöklar eru myndaðir úr ís og er eitt megineinkenni þeirra að þeir skríða undan eigin þunga. Jöklar myndast þar sem meiri snjór safnast fyrir að vetri en sumarhlýindi ná að bræða þegar til lengdar lætur. Mörkin milli svæða þar sem snjór safnast og auðra svæða þar sem hann bráðnar og hverfur eru kölluð jöklunarm...

Nánar

Fleiri niðurstöður