Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 69 svör fundust

Er orðatiltækið glatt á Hjalla, dregið af bænum Hjalla í Ölfusi?

Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er um afbrigðið þá var gleði á Hjalla. Það er úr málsháttasafni Guðmundar Ólafssonar sem hann safnaði til á síðari hluta 17. aldar en verkið var fyrst gefið út 1930. Frá síðari hluta 18. aldar eru elstu heimildir um að vera glatt á Hjalla og yngri eru heimildir um a...

Nánar

Hvað deyja margir Íslendingar árlega?

Árið 2008 dóu 1.987 Íslendingar en undanfarin tíu ára hafa um 1.900 Íslendingar dáið á ári hverju. Árið 2008 fæddust hér á landi 4.835 einstaklingar svo það ár fjölgaði Íslendingum um 2.848. Fjölgun af þessu tagi sem tengist ekki fólksflutningum er kölluð náttúruleg fjölgun. Árið 2008 fæddust 2.470 drengir og 2...

Nánar

Hvað eru til margar konur í heiminum?

Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...

Nánar

Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig er aldursdreifing Íslendinga í dag? T.d. hversu margir teljast eldri borgarar? Á vef Hagstofu Íslands má nálgast upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga og byggir þetta svar á tölum þaðan. Í upphafi árs 2020 voru Íslendingar rétt rúmlega 364.000 talsins, 51,3% karlar...

Nánar

Hvað eru margir íbúar í allri Eyjaálfu?

Að undanskyldu Suðurskautinu (þar sem fólk hefur ekki fasta búsetu) er Eyjaálfa, sem stundum er kölluð Ástralía, bæði minnsta og fámennasta heimsálfan. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Geohive (sem sækir sínar upplýsingar á síðu The World Factbook) er áætlað að íbúar Eyjaálfu hafi verið 32.750.000 um mitt ár 20...

Nánar

Hversu margir búa í Suður-Afríku?

Ýmsar síður á netinu geta gefið okkur hugmyndir um fjölda íbúa í einstökum löndum eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? Yfirleitt eru upplýsingar um fólksfjölda áætlaðar enda erfitt að fá nákvæmt yfirlit yfir fjölda íbúa þó við búum ...

Nánar

Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?

Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...

Nánar

Hvað eru margir þríburar á Íslandi?

Erfitt er að nálgast upplýsingar um hve margir lifandi einstaklingar á Íslandi í dag eru þríburar. Hins vegar er áhugavert að skoða hve margir þríburar hafa fæðst hér á landi á síðustu áratugum og hversu stórt hlutfall þeir mynda af öllum sem fæðst hafa á landinu á sama tímabili. Á vef Hagstofu Íslands má nálga...

Nánar

Hvenær verða Íslendingar ein milljón?

Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? eru notaðar svokallaðar mannfjöldaspár til þess að áætla hversu margir muni búa á tilteknu svæði, landi, heimsálfu eða heiminum öllum á næstu árum og áratugum. Í þessum spám er gengið út frá ákveðnum forsendum um f...

Nánar

Hvað búa mörg prósent af íbúum jarðar á Íslandi?

Íslendingar eru aðeins örlítið brot af mannkyninu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru landsmenn 299.404 í desember 2005. Áætlað er að mannkynið allt telji nú rúmlega 6,5 milljarða einstaklinga. Samkvæmt því eru Íslendingar aðeins um 0,0046% af jarðarbúum. Samkvæmt lista yfir mannfjölda í löndu...

Nánar

Hvað eru margir skólar í Reykjavík?

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna lista yfir allar stofnanir á hennar vegum. Þegar þetta er skrifað í júní árið 2010 má sjá að í Reykjavíkurborg eru starfræktir 94 leikskólar, 46 grunnskólar, 11 framhaldsskólar og 3 háskólar. Auk þess eru 25 tónlistarskólar. Þannig eru 179 skólar af öllum skólas...

Nánar

Fleiri niðurstöður