Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6891 svör fundust

Hvað er algrím og hvernig nýtist það í tölvufræði?

Algrím er forskrift eða lýsing, á einhvers konar læsilegu mannamáli, sem segir glöggum lesanda hvernig leysa megi tiltekið reiknivandamál. Reiknivandamál er þá í víðum skilningi hvert það vandamál sem felst í að vinna úr tilteknum gerðum gagna og fá önnur gögn sem niðurstöður. Al-Khowârizmî ritaði því algrím samkv...

Nánar

Hvað er hryggskekkja og hvað veldur henni?

Hryggskekkja er óeðlileg hliðarsveigja, ein eða tvær, á hryggnum. Ef sveigjan er aðeins ein verður hryggurinn C-laga en S-laga ef þær eru tvær. Talið er að um 2% manna hafi hryggskekkju. Algengast er að hryggskekkja komi fram snemma á barns- eða unglingsaldri og er hún algengari hjá stelpum en strákum. Hún er ættl...

Nánar

Er bannað með lögum að hjóla ölvaður?

Samkvæmt umferðarlögum er bannað að hjóla á reiðhjóli ölvaður ef ástand viðkomandi er með þeim hætti að hann getur ekki stjórnað hjólinu örugglega. Í 6. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 er svohljóðandi ákvæði:Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklu...

Nánar

Ef systkini eignast börn verða þá börnin fötluð?

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk er fatlað. Fólk getur verið fatlað frá fæðingu og einnig getur fötlun verið afleiðing veikinda eða slysa. Þegar um fötlun vegna slyss er að ræða þá skiptir engu hvort foreldarnir séu skyldir eða ekki – það geta allir lent í slysi burtséð frá ættartengslum foreldranna. Hin...

Nánar

Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?

Þessu ræður tvennt:Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðra...

Nánar

Fylgja einhverjir taugasjúkdómar sýfilis eða sárasótt?

Sárasótt, öðru nafni syfílis, orsakast af bakteríu (Treponema pallidum). Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, s...

Nánar

Þyngist maður við það að byrja á pillunni?

Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....

Nánar

Geta kvenkyns múldýr eignast afkvæmi?

Örstutta svarið við spurningunni er já það er mögulegt en mjög sjaldgæft. Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun á milli einstaklinga af ólíkum tegundum sé vel þekkt, bæði í náttúrunni og af manna völdum. Til þess að ...

Nánar

Hvað er Kínamúrinn mörg hænufet?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hversu langt hænufetið er, og í lok svarsins verður gert ráð fyrir að það sé 3 cm. Hitt er svo annað mál að hænur geta tekið löng skref, til dæmis þegar þær hlaupa hratt og eru að flýta sér, þær geta meira að segja lyft sér aðeins á loft með vængjunum þó að þær fljúgi ekk...

Nánar

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

Nánar

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?

Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...

Nánar

Fleiri niðurstöður