Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 974 svör fundust

Af hverju var bjór bannaður á sínum tíma en annað áfengi leyft?

Aðrar spurningar um bjór og bjórbann: Af hvaða ástæðu var bjór bannaður á Íslandi í svo mörg ár en ekki sterkara áfengi? Af hverju var bjór bannaður á Íslandi? Hvenær var bjór fyrst leyfður á Íslandi? Hvenær var bjór bannaður á Íslandi? Hver voru áhrif afléttingar bjórbanns á áfengisneyslu Íslendinga? Áfen...

Nánar

Hvernig getur maður vitað að það sem skrifað hefur verið í sögubækur, til dæmis um seinni heimsstyrjöldina, sé fullkomlega satt?

Við getum ekki verið alveg viss um að það sem standi í sögubókum sé fullkomlega satt þar sem það getur verið umdeilanlegt hvað sé 'fullkomlega satt' og hvað ekki. Við höfum áður svarað ýmsum spurningum lesenda um svipað efni og látum nú nægja að benda á þau:Hvað er sannleikur? eftir Jón ÓlafssonHvernig get ég v...

Nánar

Hvað er háskerpusjónvarp?

Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?

Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita). Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á ja...

Nánar

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?

Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...

Nánar

Hvað hét Norðmaðurinn sem gekk til liðs við Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og er í dag samnefnari fyrir föðurlandssvikara?

Vidkun Quisling (1887-1945) var foringi í norska hernum á 2. og 3. áratug 20. aldar. Hann var varnarmálaráðherra Noregs frá 1931 til 1933 en sagði þá skilið við ríkisstjórnina og stofnaði fasistaflokkinn Nasjonal samling sem einkenndist af ákafri þjóðernishyggju og andstöðu við kommúnisma og verkalýðshreyfingar. ...

Nánar

Hverjir hafa hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum frá upphafi?

Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa verið veitt árlega í rúma öld, eða frá árinu 1901 þegar franska ljóðskáldið Sully Prudhomme fékk þau. Undantekningar frá þessu eru árin 1914, 1918, 1935, 1940, 1941, 1942 og 1943. Þessi tilteknu ár var enginn Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum heldur var verðlaunaféð geymt í sjóði ti...

Nánar

Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?

Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...

Nánar

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

Nánar

Hvernig vísum við rétt til ártala fyrir okkar tímatal, er t.d. 420 f.Kr. á fyrri hluta aldarinnar eða þeim seinni?

Þegar við tölum um ártöl finnst okkur vafalaust flestum rökrétt að nota orðin „snemma“ um lægri tölu og „seint“ um hærri tölu af því að hærri talan vísar til árs sem kom síðar en árið sem lægri talan vísar til. Þannig var árið 1905 snemma á 20. öld og 1995 seint á 20. öld. Þessu er öfugt farið þegar við tölum um t...

Nánar

Fleiri niðurstöður