Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 62 svör fundust

Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið? Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...

Nánar

Af hverju byrja flest orð í orðabókum á s, í pétrískri orðabók líka?

Ástæða þess að svo mörg orð geta hafist á s- er líklegast sú að s, sem er óraddað önghljóð (blísturshljóð), getur staðið í framstöðu á undan öllum sérhljóðum og allmörgum samhljóðum. Þannig geta orð hafist á sérhljóðunum:sa- (saga), sá- (sál), se- (sef), sé- (séður), si- (siður), sí- (sía), so- (sog), só- (sól...

Nánar

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

Nánar

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?

Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...

Nánar

Hvernig var heimsmynd Fornegypta?

Heimsmynd Fornegypta gerði ráð fyrir þrískiptingu heimsins: jörð, himinn og undirheimur. Í miðju veraldarinnar var flöt jörð sem Nílarfljót skipti í tvennt og umhverfis jörðina var mikið haf. Fyrir ofan jörðina var himinn sem var borinn uppi af fjórum súlum eða fjórum fjöllum. Undirheimur sem Fornegyptar nefndu Du...

Nánar

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

Nánar

Af hverju er himinninn blár? - Myndband

Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár. Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína...

Nánar

Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...

Nánar

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

Nánar

Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?

Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...

Nánar

Af hverju er sjórinn blár?

Þegar sólarljós, sem er blanda af öllum litum, fellur á hluti á jörðinni drekka þeir yfirleitt hluta af ljósinu í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður lit hlutarins. Vatn gleypir nánast ekkert sýnilegt ljós og þess vegna er vatn oftast glært. Þetta sjáum við vel ef við látum vatn renna í glært glas. Sé vat...

Nánar

Af hverju lifa fiskar í sjó en ekki á himninum?

Lífið á jörðinni hófst í hafinu en fyrir tæpum 400 milljónum ára hófst landnám hryggdýra. Áframhaldandi þróun varð og á endanum urðu til að mynda fuglar til. Eins og við vitum lifa fiskar í sjónum og öðrum vötnum en fuglarnir fljúga um himininn. Fiskar eru þannig ekki útbúnir fyrir líf á þurru landi. Þegar hryggdý...

Nánar

Eru einhverjir á lífi sem hafa latínu að móðurmáli?

Engin þjóð á latínu að móðurmáli lengur og í þeim skilningi er latínan dautt mál. Aftur á móti eru rómönsku málin, ítalska, franska, spænska, portúgalska og rúmenska, beinir afkomendur latínunnar. Meirihluti orðaforða enskunnar er einnig af latneskum og grískum rótum, enda þótt enskan sé germanskt mál. Latínan á þ...

Nánar

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?

Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...

Nánar

Fleiri niðurstöður