Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 114 svör fundust

Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?

Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu á...

Nánar

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

Nánar

Hver er minnsta eyja heims?

Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga. Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilvik...

Nánar

Hversu heitt er á Plútó?

Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...

Nánar

Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins. Mynni hans er 70 km á breidd. Innan til, þar sem hann er grynnri og mjórri, eru nær óteljandi eyjar, um það bil 2700-2800 með einhverjum gróðri sem þrífst á landi, og auk þess fjöldamörg sker og boðar. Ýmsar þessara eyja voru byggðar fyrrum en langflestar þeirra eru nú...

Nánar

Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?

Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...

Nánar

Hver er fræðilega skýringin á því hvar hringur endar og byrjar?

Til að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að vita hvernig hringur er skilgreindur. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvernig skilgreinir maður hring? segir svo:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist...

Nánar

Af hverju má ekki gefa hnífa samkvæmt þjóðtrú?

Það er algeng hjátrú að hvorki megi gefa vinum sínum hníf né nokkurt annað eggvopn, það valdi ósamkomulagi, vinslitum eða því að menn meiði sig á hnífnum. Þess vegna verður að borga eitthvert smáræði fyrir hnífa, nálar og aðra oddhvassa hluti. Sérstaklega verða menn að gæta þess að gefa ekki slíkt í brúðargjafir. ...

Nánar

Hvar á landinu er Sjömannabani?

Fjöldi örnefna felur í sér tölumerkingu af einhverju tagi og er efni sem gaman er að velta nokkuð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa þegar litið er til uppruna nafnanna og hlutverks þeirra. Mjög mörg þjóna þeim tilgangi helst að telja eða lýsa landslagi og aðstæðum. Annar flokkur nafna varðar einhvers konar mat...

Nánar

Í hvaða átt er Pólstjarnan frá Reykjavík og hve hátt er hún á himni?

Þegar við erum á norðurhveli jarðar sýnist okkur öll himinhvelfingin snúast um möndul sem liggur um punkt á himinkúlunni sem við köllum norðurpól himins. Hann er alltaf í sömu stefnu miðað við athuganda sem heldur sig á sama stað á jörðinni. Hann er líka sem næst kyrr miðað við fastastjörnurnar en færist þó ofurhæ...

Nánar

Af hverju eru sumir nördar en ekki aðrir?

Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvernig má skilgreina nörd? kemur eftirfarandi fram:Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utangátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð.Hugtakið nörd er þess...

Nánar

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um frumefnið renín?

Renín er málmur sem hefur sætistölu 75 í lotukerfinu. Atómmassi þess er 186,2 g/mól og eðlismassinn er 20,8 g/cm3. Bræðslumark reníns er um 3186°C og suðumark er um 5596°C. Það hefur því næsthæsta bræðslumark frumefnanna, er feikilega torbrætt og þolir einnig miklar hitabreytingar. Aukinheldur sker það sig frá öðr...

Nánar

Fleiri niðurstöður