Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 583 svör fundust

Hver er uppruni kenninafnanna okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að reyna að finna hver uppruni kenninafnana okkar er. Sem sagt hver er ástæðan fyrir því að við berum föðurnafn okkar og svo dóttir eða sonur. Hvenær má sjá þau fyrst birtast í samfélaginu? Notkun föður- eða móðurnafna er liður í langri þróun nafnaforða evrópskra ...

Nánar

Hvernig reikna reiknivélar kvaðratrætur?

Spyrjandi bætir við: Er til einhver skotheld aðferð til að finna kvaðratrót tölu án vélar?Til að finna kvaðratrót tölu er algengt að reiknivélar noti eftirfarandi aðferð. Hún byggir á ítrun Newtons sem hefur verið lýst hér á Vísindavefnum. Ef við viljum finna kvaðratrót tölunnar \(R\) þá viljum við finna \(x\) þa...

Nánar

Hvernig er best að hugsa röklega?

Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...

Nánar

Mig langar að spyrja um ammóníak, framleiðslu þess og notagildi.

Ammóníak Ammóníak er litlaus daunill lofttegund undir venjulegum kringumstæðum (við staðalaðstæður). Sameind ammóníaks samanstendur af einni köfnunarefnisfrumeind (N) og þremur vetnisfrumeindum (H) og er táknuð með efnaformúlunni NH3. Um hættu af völdum ammóníaks er fjallað í svari sama höfundar við spurningunn...

Nánar

Er hið örugga tímabil kvenna til?

Spurningin í heild sinni hjóðar svona: Er hið „örugga“ tímabil kvenna til? Það tímabil sem öruggara er að stunda kynlíf án getnaðarvarna en annarr. Svokallaðir „öruggir dagar“ (e. rhythm method eða fertility awareness method) eru meðal margra aðferða sem notaðar hafa verið til að koma í veg fyrir getnað. Slíkar a...

Nánar

Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....

Nánar

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...

Nánar

Hvernig er súrmatur búinn til og hvernig eykur súrsun geymsluþol matvæla?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær byrjuðu menn að súrsa mat? Hvað gerist við súrsun á mat? Hvað er það efnafræðilega séð við súrsun sem verkar sem rotvörn í matvælum? Að súrsa matvæli með sýrðri mysu, er ævagömul aðferð til að auka geymsluþol matvæla. Alþekkt er að grænmeti sé sýrt í ediksýru, en hér á...

Nánar

Hve ríkir eru Íslendingar miðað við aðrar þjóðir?

Það er dálítið snúið að mæla meðaltekjur eða framleiðslu á íbúa, einkum vegna þess að verðlag og neysluvenjur eru mjög misjafnar á milli landa. Ein leið til að bera saman tekjur í mismunandi löndum felst í því að reikna út meðaltekjur í hverju landi sem verið er að skoða í mynt viðkomandi lands og umreikna svo...

Nánar

Hvað merkir „gródirskur“ hjá Þórbergi Þórðarsyni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „gródirskur“ eins og Þórbergur Þórðarson ritar oft í sínum bókum og bréfum? Ég hygg að átt sé við lýsingarorðið gróteskur ‘fáránlegur, afskræmilegur, hlægilegur’. Það er tökuorð í íslensku, líklega úr dönsku grotesk eða þýsku grotesk. Í ensku og frö...

Nánar

Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?

Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...

Nánar

Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?

Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...

Nánar

Fleiri niðurstöður