Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 207 svör fundust

Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?

Útselur (Halichoerus grypus) er önnur tveggja selategunda sem kæpa hér við land, hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Stærstu útselsbrimlarnir geta orðið allt að 3 m á lengd og vegið yfir 300 kg og eru því mun stærri en landselir sem verða vart meira en rúmlega 150 kg. Hér við land eru þekkt tilvik þar sem ...

Nánar

Af hverju er dverghnísan í útrýmingarhættu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um vaquita-hvalinn? Hvers vegna eru þeir í hættu? Dverghnísa (Phocoena sinus, vaquita á ensku, komið úr spænsku og merkir lítil kýr) er ein fjögurra tegunda núlifandi hnísa. Þetta er afar sjaldgæf tegund sem er einlend nyrst í Kaliforníuflóa. Tegundi...

Nánar

Hvernig varð Norður-Kórea svona spillt?

Norður-Kórea er án vafa eitt sérkennilegasta ríki heims. Allt frá stofnun þess árið 1948 hefur það farið eigin leiðir og takmarkað mjög samskipti sín við önnur ríki, að frátöldum Sovétríkjunum og Alþýðulýðveldinu Kína eftir stofnun hins síðarnefnda árið 1949. Þótt bæði Kóreuríkin hafi farið illa út úr Kóreustrí...

Nánar

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

Nánar

Af hverju hernámu Bretar Ísland?

Bretar hernámu Ísland 10. maí árið 1940. Fjögur herskip lögðust að bryggju í Reykjavík snemma morguns og innan skamms var bærinn fullar af hermönnum. Margir bæjarbúar höfðu vaknað um nóttina vegna flugvéladyns en menn áttu því ekki að venjast á þessum tíma. Grunur vaknaði þegar um hvað væri í aðsigi. Óvissan sneri...

Nánar

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað lifa pöndur lengi?Í hvaða löndum lifa pöndur?Hvað heita karldýr, kvendýr og afkvæmi panda? Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að á ísaldartímabili jarðar (pleistósen), fyrir um 1,8 milljónum til 10.000 árum, lifði risapandan (Ailuropoda melanoleuca) á nokkuð víðáttumiklu ...

Nánar

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...

Nánar

Hvort eru fleiri karlar eða konur í heiminum?

Karlar eru aðeins fleiri eða 102 á móti 100 konum samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum fyrir árið 2000. Það þýðir að um 50,49% mannkyns eru karlar. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en yfirleitt fæðast fleiri drengir en stúlkur í heiminum en það er samt svolítið misjafnt eftir árum. Kynjahlutfallið er einnig br...

Nánar

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

Nánar

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...

Nánar

Getið þið sagt mér allt um pöndur?

Risapandan (Ailuropoda melanoleuca), eða bambusbjörn eins og hún hefur einnig verið kölluð, er digurvaxinn og kraftalegur björn að meðalstærð. Feldurinn er þéttur og með sérkennilegu hvítflekkkóttu mynstri. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kg og er um 150 til 180 cm á hæð. Flokkun og lifnaðarhættir Þó...

Nánar

Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...

Nánar

Má fella hlébarða eða önnur vernduð dýr til þess að stoppa þau upp?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er eina kattardýrið af hinu svokallaða stórkattakyni sem er ekki í útrýmingarhættu. Eyðing búsvæða og veiðiþjófnaður hefur höggvið stór skörð í stofna annarra stórra kattadýra sem flest teljast nú í útrýmingarhættu eða bráðri útrýmingarhættu. Talið er að heildarstofnstærð hlébarða s...

Nánar

Fleiri niðurstöður