Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 339 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...

Nánar

Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?

Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...

Nánar

Hvað gera þjóðfræðingar?

Fræðigreinin þjóðfræði fæst við hvers kyns þjóðlegan fróðleik, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og margt fleira. Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands og tilheyrir félagsvísindasviði, innan félags- og mannvísindadeildar. Um þjóðfræði og störf þjóðfræðinga er til dæmis hægt að lesa um á vef Háskóla Íslands. Textinn s...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?

Freyja Birgidóttir er dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hennar meginrannsóknarefni fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun....

Nánar

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?

Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...

Nánar

Hvað merkir 'íð' í íðorðum?

Kvenkynsorðið íð eitt og sér merkir 'verk, iðn, starf'. Það hefur einkum verið notað í skáldskap og kemur þegar fyrir í fornu máli. Nokkur dæmi eru um það í Lexicon poeticum Sveinbjarnar Egilssonar, orðabók yfir forna skáldamálið (1916:323, útgáfa Finns Jónssonar). Í nútímamáli er íð einkum notað í samsetningu...

Nánar

Hver fann upp fyrsta vélmennið?

Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...

Nánar

Hvað er innkirtlakerfi?

Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...

Nánar

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?

Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...

Nánar

Fleiri niðurstöður