Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 752 svör fundust

Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?

Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...

Nánar

Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?

Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...

Nánar

Hvert er rúmmál gullstangar og hve þung er hún?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað er rúmmálið á gullstöng og þyngd? Gull er frumefni með sætistöluna 79 og efnatáknið Au. Gull er mjúkur málmur og einkar eftirsóknarverður, meðal annars vegna stöðuleika hans en gull tærist ekki í lofti eða vatni eins og margir aðrir málmar. Gull er algengt í skartgripum...

Nánar

Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo: Hvernig eru nýyrði tekin inn í tungumálið. Þurfa þau að vera í notkun hjá ákveðið mörgum eða gæti ég bent á betra orð. Orðið takeaway fer ekki vel í mig svo ég nota orðið brottfararbolli eða brottfararmál yfir ílát sem notað er fyrir kaffi sem þú tekur með þér. Íslensk tung...

Nánar

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?

Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...

Nánar

Íslam í apríl

Íslam og Mið-Austurlönd verða í brennidepli á Vísindavefnum í apríl. Þá verða meðal annars birt svör eftir nemendur í námskeiðinu Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál og saga. Umsjónarkennari þess er Magnús Þorkell Bernharðsson. Í síðustu viku birtust svör við spurningunum: Af hverju klæðast sumar íslams...

Nánar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

Nánar

Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?

Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbja...

Nánar

Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum? Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með...

Nánar

Hver var fyrsti kvenforseti í heiminum?

Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands frá 1. ágúst 1980 til 1. ágúst 1996, var fyrsta konan í heiminum sem var kosin forseti í almennum kosningum, fyrsti kvenforseti Evrópu og sú kona sem lengst hefur setið á forsetastóli. Hún var þó ekki fyrsti kvenforsetinn heldur fellur sá titill líklega í skaut annað hvor...

Nánar

Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?

Sumir virðast halda að allt, eða að minnsta kosti flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kóka...

Nánar

Fleiri niðurstöður