Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 62 svör fundust

Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið?

Í stuttu máli er svarið já. Öll frumefnin, að undanskildum tveimur, eru annaðhvort í storku- eða gasham við staðalaðstæður, það er eina loftþyngd (1 atm) og 25°C. Bróm og kvikasilfur eru einu frumefnin sem eru í vökvaham við staðalaðstæður. Hægt er að þétta öll frumefnin sem eru í gasham í vökva við eina lo...

Nánar

Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?

Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...

Nánar

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?

Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar y...

Nánar

Við hvaða hita sjóða kartöflur?

Kartöflur sjóða ekki við tiltekið hitastig heldur þurfa þær að vera í sjóðandi vatni nógu lengi til þess að "soðna", eins og við köllum það. Suðumark vatns er 100°C við venjulegar aðstæður og vatnið í pottinum verður ekki heitara en það, heldur gufar upp í staðinn. Þetta er þess vegna hitastigið sem við sjóðum kar...

Nánar

Breytist suðumark vatns ef salti er bætt út í það?

Hér er einnig að finna svör við fjölmörgum öðrum spurningum:Hvers vegna sýður heitt vatn?Ef ég set salt í vatn og sýð, hækka ég þá suðumarkið? Þ.e sýður blandan mín við hitastig sem er hærra en 100 gráður?Er hægt að búa til saltvatn?Af hverju gufar vatnið upp?Hvaðan koma loftbólurnar í sjóðandi vatni? Hversu mörg...

Nánar

Af hverju er eðlisvarmi vatns svona hár?

Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til um hversu mikla orku/varma þarf til þess að hækka hitastigið á einu kílógrammi af efninu um eina gráðu. Formúlan fyrir eðlisvarma er $$c={Q\over m\cdot\Delta T}$$ þar sem $Q$ er orka/varmi sem fer í að hita efnið, $m$ er massi efnisins og $\Delta T$ er hitastigshæk...

Nánar

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...

Nánar

Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?

Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...

Nánar

Hvers vegna sýður egg fyrr í söltu vatni en venjulegu kranavatni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tekur það skemmri tíma fyrir egg að sjóða í sjó en í hreinu vatni? Hvað gerir seltan? Uppleyst salt í vatni breytir ýmsum eiginleikum vatnsins, til dæmis bæði suðumarki og frostmarki þess en einnig eðlisvarma vatnsins. Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til ...

Nánar

Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?

Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...

Nánar

Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?

Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...

Nánar

Hvers konar efnatengi eru í eimuðu og afjónuðu vatni?

Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1. Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn innihel...

Nánar

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

Nánar

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

Nánar

Fleiri niðurstöður