Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 441 svör fundust

Hvað komast mörg eintök af Merkúríusi fyrir inni í jörðinni?

Í svari við spurningunni Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum? eftir Sævar Helga Bragason má sjá þvermál fyrir Merkúríus og jörðina. Af tölunum að dæma sjáum við að jörðin er stærri en Merkúríus þó að við getum ekki ályktað strax hve miklu stærri hún er. Áður en við lítum be...

Nánar

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?

Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...

Nánar

Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...

Nánar

Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?

Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...

Nánar

Af hverju myndast loftbólur í vatnsglasi sem látið er standa?

Lofttegundir eða gös í andrúmsloftinu eins og nitur geta leyst upp í vatni. Hitastig vatnsins og loftþrýstingur ræður mestu um það hversu mikið gas leysist upp í vatninu. Í köldu vatni og við háan þrýsting leysist meira upp en þegar vatnið er heitt og þrýstingur er lágur. Lofttegundir eins og súrefni og nitur eru...

Nánar

Af hverju deyr maður úr elli?

Við segjum að fólk deyji úr elli þegar það er komið á efri ár og deyr án þess að einhver sérstök dánarorsök sé tilgreind. Fólk er þá ekki haldið einhverjum skilgreindum sjúkdómi sem dregur það til dauða. Með aldrinum hægist smám saman á líkamsstarfsemi fólks og líkaminn hrörnar en ástæðan fyrir því er fyrst og ...

Nánar

Hvað verða gíraffar gamlir?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...

Nánar

Hvar er miðpunktur Íslands?

Líta má á hugtakið miðpunktur á marga vegu. Landfræðilega væri réttast að segja að miðpunktur Íslands sé staðsettur þar sem fjarlægð frá sjó er mest til allra átta. Sá punktur er rétt sunnan Hofsjökuls á um það bil 18,9°V og 64,6°N, eins og sjá má á myndinni og er í 118,3 km fjarlægð frá sjó. Þetta kort sýnir...

Nánar

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

Nánar

Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?

Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...

Nánar

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver er Jón Þorgeirsson?Um höfund vísunna...

Nánar

Af hverju ætli Arnaldur Indriðason kalli nýjustu glæpasögu sína Myrká?

Bær í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu heitir Myrká eftir samnefndri á. Bærinn er alþekktur úr þjóðsögunni um djáknann á Myrká, sem birtist í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (I:270-272 (1961)). Myrká fellur eftir Myrkárdal sem gengur vestur úr Hörgárdal. Áin hefur grafið sér mjög djúpt gil fyrir neðan bæinn Myrkárda...

Nánar

Fleiri niðurstöður