Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?

EMB

Marteinsmessa, 11. nóvember, er kennd við Martein biskup í Tours í Frakklandi. Útför hans fór fram hinn 11. nóvember 397 en talið er að Marteinn hafi fæðst um 316 í Pannóníu sem náði yfir austurhluta þess svæðis sem við köllum nú Austurríki og hluta af Ungverjalandi, Slóveníu og Bosníu.

Marteinn var rómverskur hermaður en tók kristna trú og lét af hermennsku eftir að Jesús Kristur vitraðist honum í draumi. Hann varð frægur fyrir trúboð sitt og kraftaverk og varð á endanum biskup í Tours. Hann gekk undir nafninu thaumaturgus occidentis (kraftaverkamaður Vesturlanda).

Til er helgisögn frá 12. öld af Marteini sem hermir að hann hafi falið sig í gæsakofa á flótta undan biskupstign, en hann mun hafa færst undan biskupstigninni framan af sökum lítillætis. Gæsirnar fældust og komu þannig upp um felustað hans og hann varð þá að taka við biskupsembættinu. Marteinn lét svo drepa allar gæsirnar til að ná fram hefndum og sá siður í Þýskalandi og á Norðurlöndum að borða gæsir á Marteinsmessu er þannig tengdur Marteini.

Gæsaátið á Marteinsmessu á sér þó aðra sögu. Á miðöldum lauk reikningsárinu víða í Evrópu á Marteinsmessu og veisluhöld fylgdu gjarnan þessum skuldadögum. Á þessum tíma árs þóttu eldisgæsir tilbúnar til slátrunar og leiguliðar greiddu gjarnan leigu sína með Marteinsgæs.

Heimild:

Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

24.11.2000

Spyrjandi

Sigríður Sigurðardóttir

Tilvísun

EMB. „Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1167.

EMB. (2000, 24. nóvember). Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1167

EMB. „Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1167>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?
Marteinsmessa, 11. nóvember, er kennd við Martein biskup í Tours í Frakklandi. Útför hans fór fram hinn 11. nóvember 397 en talið er að Marteinn hafi fæðst um 316 í Pannóníu sem náði yfir austurhluta þess svæðis sem við köllum nú Austurríki og hluta af Ungverjalandi, Slóveníu og Bosníu.

Marteinn var rómverskur hermaður en tók kristna trú og lét af hermennsku eftir að Jesús Kristur vitraðist honum í draumi. Hann varð frægur fyrir trúboð sitt og kraftaverk og varð á endanum biskup í Tours. Hann gekk undir nafninu thaumaturgus occidentis (kraftaverkamaður Vesturlanda).

Til er helgisögn frá 12. öld af Marteini sem hermir að hann hafi falið sig í gæsakofa á flótta undan biskupstign, en hann mun hafa færst undan biskupstigninni framan af sökum lítillætis. Gæsirnar fældust og komu þannig upp um felustað hans og hann varð þá að taka við biskupsembættinu. Marteinn lét svo drepa allar gæsirnar til að ná fram hefndum og sá siður í Þýskalandi og á Norðurlöndum að borða gæsir á Marteinsmessu er þannig tengdur Marteini.

Gæsaátið á Marteinsmessu á sér þó aðra sögu. Á miðöldum lauk reikningsárinu víða í Evrópu á Marteinsmessu og veisluhöld fylgdu gjarnan þessum skuldadögum. Á þessum tíma árs þóttu eldisgæsir tilbúnar til slátrunar og leiguliðar greiddu gjarnan leigu sína með Marteinsgæs.

Heimild:

Árni Björnsson (1993), Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning....