Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?

Jón Eiríksson

Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg.

Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. Með tímanum geta þessi lög þjappast og límst saman vegna jarðlagaþunga og orðið að föstu bergi, setbergi. Setkorn geta myndast á marga vegu. Oft losna þau úr föstu bergi við veðrun eða slípun af einhverju tagi, sum setkorn eiga sér lífrænan uppruna en önnur verða til í eldgosum eða öðrum hamförum.

Setlögum má skipta í þrjá flokka eftir því hvert ferlið var við myndun og flutning setkornanna. Þessir flokkar eru efnaset, lífrænt set og molaberg.

Algengustu setlögin eru molaberg sem gert er úr bergmylsnu. Setkornin í molabergi verða til við veðrun bergs. Þessi setkorn eru sjaldnast lengi um kyrrt á veðrunarstað heldur flytjast til með vindi, vatnsföllum, skriði jökla, öldugangi eða hafstraumum. Eðlisfræðileg lögmál ráða því hversu hratt og hversu langt setkornin berast. Þar sem roföflin missa mátt sinn, til dæmis þar sem árstraumur minnkar, hleðst efnið upp og myndar set eða setlög.

Molaberg er alla jafna flokkað eftir kornastærð. Þannig er til dæmis talað um möl, sand, silt eða leir allt eftir því hvert þvermál setkornanna er. Einnig er molaberg flokkað eftir því hvaða roföfl koma við sögu við flutning setkornanna (til dæmis foksandur eða jökulruðningur) eða eftir staðnum þar sem setlagamyndunin á sér stað (til dæmis sjávarset, vatnaset og árset).

Á Tjörnesi, skaganum milli Skjálfanda og Axarfjarðar, er að finna einhver merkustu setlög á Íslandi. Tjörneslögin eru að meginhluta til molaberg og á skaganum vestanverðum má finna þykkustu samfelldu setlagamyndun sem aðgengileg er hérlendis. Þar sjást um 500 m þykk grunnsjávarsetlög tvinnuð saman við óseyramyndanir. Forndýraleifar í Tjörneslögunum eru víðfrægar og benda til þess að rekja megi myndun setlaganna allt aftur á plíósen tíma á síðtertíer (síðtertíer er talið hefjast fyrir um 25 milljónum ára). Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir benda þó til þess að mun þykkari setlög séu varðveitt á hafsbotni á íslenska landgrunninu.

Annar megin flokkur sets eða setbergs er efnaset þar sem efnafræðileg ferli leiða til upphleðslu setlaga í náttúrunni án þess að setkornin flytjist eftir yfirborði í föstu formi. Algengt er að efnaset verið til við það að uppleyst efni falla út úr yfirmettuðu vatni eða sjó. Sem dæmi má nefna mýrarrauða sem sest til úr járnblönduðu vatni í mýrum, saltlög sem myndast þegar salt fellur út í sjó við hraða uppgufun í heitu og þurru loftslagi, og sumar gerðir kalksteins.

Efnaset er ekki fyrirferðamikið á Íslandi en finnst þó allvíða. Dæmi um efnaset hér á landi, fyrir utan mýrarrauða, eru lög af hverahrúðri sem myndast við vatnshveri, lög af kalkhrúðri sem verður til við kolsýrulaugar, og leir, brennisteinn og gifs sem fellur út og myndar set við gufu- og leirhveri.

Lífrænt set verður til þegar leifar plantna og dýra safnast saman í þykk lög. Lífrænt set myndast á landi, sérstaklega þar sem vatn ver plöntuleifar fyrir rotnun. Til lífrænna setlaga teljast til dæmis gróðurleifar sem varðveitast í jarðvegi, hvort sem er í móum eða mýrum, og geta breyst í surtarbrand og kol með tímanum. Aðstæður til myndunar lífrænna setlaga eru þó enn betri í sjó og stöðuvötnum og er landgrunnið til dæmis víða þakið þykkum setlögum.

Sem dæmi um lífrænt set má nefna dýra- og plöntusvif sem botnfellur í hafinu eftir að líftíma þess líkur. Þessar leifar mynda setlög á hafsbotninum sem geta síðar orðið efniviður í gas og olíu. Kísilgúrinn í Mývatni er annað dæmi um lífrænt set sem myndast hefur úr þykkum lögum af skeljum kísilþörunga.

Setlög á Íslandi mótast af því að hér eru eldfjöll, jöklar og veðrasamt loftslag. Þetta eru kjöraðstæður fyrir upphleðslu setlaga og miðað við marga aðra heimshluta fellur hlutfallslega mikið af lausum jarðefnum til á Íslandi við gjóskufall, jökulrof og frostveðrun.

Sjá einnig:



Mynd: Jesper's Homepage

Höfundur

jarðfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

25.4.2002

Spyrjandi

Ragnheiður Birgisdóttir, f. 1984

Tilvísun

Jón Eiríksson. „Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 25. apríl 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2336.

Jón Eiríksson. (2002, 25. apríl). Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2336

Jón Eiríksson. „Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 25. apr. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2336>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?
Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg.

Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. Með tímanum geta þessi lög þjappast og límst saman vegna jarðlagaþunga og orðið að föstu bergi, setbergi. Setkorn geta myndast á marga vegu. Oft losna þau úr föstu bergi við veðrun eða slípun af einhverju tagi, sum setkorn eiga sér lífrænan uppruna en önnur verða til í eldgosum eða öðrum hamförum.

Setlögum má skipta í þrjá flokka eftir því hvert ferlið var við myndun og flutning setkornanna. Þessir flokkar eru efnaset, lífrænt set og molaberg.

Algengustu setlögin eru molaberg sem gert er úr bergmylsnu. Setkornin í molabergi verða til við veðrun bergs. Þessi setkorn eru sjaldnast lengi um kyrrt á veðrunarstað heldur flytjast til með vindi, vatnsföllum, skriði jökla, öldugangi eða hafstraumum. Eðlisfræðileg lögmál ráða því hversu hratt og hversu langt setkornin berast. Þar sem roföflin missa mátt sinn, til dæmis þar sem árstraumur minnkar, hleðst efnið upp og myndar set eða setlög.

Molaberg er alla jafna flokkað eftir kornastærð. Þannig er til dæmis talað um möl, sand, silt eða leir allt eftir því hvert þvermál setkornanna er. Einnig er molaberg flokkað eftir því hvaða roföfl koma við sögu við flutning setkornanna (til dæmis foksandur eða jökulruðningur) eða eftir staðnum þar sem setlagamyndunin á sér stað (til dæmis sjávarset, vatnaset og árset).

Á Tjörnesi, skaganum milli Skjálfanda og Axarfjarðar, er að finna einhver merkustu setlög á Íslandi. Tjörneslögin eru að meginhluta til molaberg og á skaganum vestanverðum má finna þykkustu samfelldu setlagamyndun sem aðgengileg er hérlendis. Þar sjást um 500 m þykk grunnsjávarsetlög tvinnuð saman við óseyramyndanir. Forndýraleifar í Tjörneslögunum eru víðfrægar og benda til þess að rekja megi myndun setlaganna allt aftur á plíósen tíma á síðtertíer (síðtertíer er talið hefjast fyrir um 25 milljónum ára). Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir benda þó til þess að mun þykkari setlög séu varðveitt á hafsbotni á íslenska landgrunninu.

Annar megin flokkur sets eða setbergs er efnaset þar sem efnafræðileg ferli leiða til upphleðslu setlaga í náttúrunni án þess að setkornin flytjist eftir yfirborði í föstu formi. Algengt er að efnaset verið til við það að uppleyst efni falla út úr yfirmettuðu vatni eða sjó. Sem dæmi má nefna mýrarrauða sem sest til úr járnblönduðu vatni í mýrum, saltlög sem myndast þegar salt fellur út í sjó við hraða uppgufun í heitu og þurru loftslagi, og sumar gerðir kalksteins.

Efnaset er ekki fyrirferðamikið á Íslandi en finnst þó allvíða. Dæmi um efnaset hér á landi, fyrir utan mýrarrauða, eru lög af hverahrúðri sem myndast við vatnshveri, lög af kalkhrúðri sem verður til við kolsýrulaugar, og leir, brennisteinn og gifs sem fellur út og myndar set við gufu- og leirhveri.

Lífrænt set verður til þegar leifar plantna og dýra safnast saman í þykk lög. Lífrænt set myndast á landi, sérstaklega þar sem vatn ver plöntuleifar fyrir rotnun. Til lífrænna setlaga teljast til dæmis gróðurleifar sem varðveitast í jarðvegi, hvort sem er í móum eða mýrum, og geta breyst í surtarbrand og kol með tímanum. Aðstæður til myndunar lífrænna setlaga eru þó enn betri í sjó og stöðuvötnum og er landgrunnið til dæmis víða þakið þykkum setlögum.

Sem dæmi um lífrænt set má nefna dýra- og plöntusvif sem botnfellur í hafinu eftir að líftíma þess líkur. Þessar leifar mynda setlög á hafsbotninum sem geta síðar orðið efniviður í gas og olíu. Kísilgúrinn í Mývatni er annað dæmi um lífrænt set sem myndast hefur úr þykkum lögum af skeljum kísilþörunga.

Setlög á Íslandi mótast af því að hér eru eldfjöll, jöklar og veðrasamt loftslag. Þetta eru kjöraðstæður fyrir upphleðslu setlaga og miðað við marga aðra heimshluta fellur hlutfallslega mikið af lausum jarðefnum til á Íslandi við gjóskufall, jökulrof og frostveðrun.

Sjá einnig:



Mynd: Jesper's Homepage...