Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?

ÞV

í svari Olgeirs Sigmarssonar við spurningunni Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? er sagt frá Vestmannaeyjaeldstöðinni sem hefur miðju í Heimaey en nær yfir stórt svæði í kring. Surtseyjargosið árið 1963 var í þessari eldstöð og Olgeir lýsir því hvernig það hafi síðan leitt til gossins í Heimaey 1973. Meðal annars segir hann orðrétt:
Draga má þann lærdóm af síðustu Vestmannaeyjagosum, að ef gos verður einhversstaðar í nálægð Heimaeyjar þá er allt eins líklegt að gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt má reikna með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni.
Þetta þýðir meðal annars að svarið við spurningunni er nokkuð afdráttarlaust : Það gýs nokkuð örugglega aftur í Heimaey þó að hitt kunni að vera erfiðara að segja til um hvenær það gerist nákvæmlega.

Hér má líka minna á að Helgafell í Heimaey er myndað í eldgosi á svipaðan hátt og Eldfellið myndaðist í gosinu 1973. Síðast mun hafa gosið við Helgafell fyrir 6000 árum.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.5.2004

Spyrjandi

Kristín Ólafsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4239.

ÞV. (2004, 7. maí). Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4239

ÞV. „Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4239>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mun einhvern tíma gjósa aftur í Heimaey?
í svari Olgeirs Sigmarssonar við spurningunni Af hverju gaus í Vestmannaeyjum? er sagt frá Vestmannaeyjaeldstöðinni sem hefur miðju í Heimaey en nær yfir stórt svæði í kring. Surtseyjargosið árið 1963 var í þessari eldstöð og Olgeir lýsir því hvernig það hafi síðan leitt til gossins í Heimaey 1973. Meðal annars segir hann orðrétt:

Draga má þann lærdóm af síðustu Vestmannaeyjagosum, að ef gos verður einhversstaðar í nálægð Heimaeyjar þá er allt eins líklegt að gjósi einnig á Heimaey. Jafnframt má reikna með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni.
Þetta þýðir meðal annars að svarið við spurningunni er nokkuð afdráttarlaust : Það gýs nokkuð örugglega aftur í Heimaey þó að hitt kunni að vera erfiðara að segja til um hvenær það gerist nákvæmlega.

Hér má líka minna á að Helgafell í Heimaey er myndað í eldgosi á svipaðan hátt og Eldfellið myndaðist í gosinu 1973. Síðast mun hafa gosið við Helgafell fyrir 6000 árum....