Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?

GÞM

Með stærðfræðitáknum má skrifa „5 er stærra en 4“ sem „5 > 4“, og eins verður „5 er minna en 6“ að „5 < 6“.

Eins og með svo margt annað í stærðfræði tekur nokkurn tíma að venjast þessum rithætti þannig að maður geti notað hann án umhugsunar. Þó eru til einhver heimilisráð til að minna sig á hvernig táknið eigi að snúa. Til dæmis finnst sumum þægilegt að kalla bæði merkin „gogg“, því þau minna á gogga fugla. Þá er stærri talan sú sem goggar í þá minni.

Önnur svipuð aðferð er að ímynda sér að merkið tákni ginið á svöngum krókódíl. Vegna þess að hann er svangur reynir hann að borða stærri töluna fyrst, svo ginið snýr að henni. Varast ber að kenna fólki báðar aðferðirnar að ofan, þar sem þeim ber ekki saman um hvoru megin við merkin er betra að vera.

Á sínum tíma fannst undirrituðum þó alltaf liggja beinna við að telja oddana á sitt hvorri hlið merkisins. Þannig eru til dæmis tveir oddar á hægri hlið „<“ merkisins og einn á þeirri vinstri. Þar sem tveir er stærri en einn, þá er talan hægra megin stærri en sú sem er vinstra megin.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvort er minna en merkið „>“ eða „<“ í ,,5 er minna en 6“?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Til að segja „5 er stærra en 4“, skrifar maður þá „5 > 4“ eða „5 < 4“?

Höfundur

meistaranemi í stærðfræði við Université Joseph Fourier

Útgáfudagur

11.8.2008

Spyrjandi

Bjargey Lund f. 1998
Nanna Rúnarsdóttir

Tilvísun

GÞM. „Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=16650.

GÞM. (2008, 11. ágúst). Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16650

GÞM. „Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16650>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig skrifar maður „5 er stærra en 4“ með stærðfræðitáknum?
Með stærðfræðitáknum má skrifa „5 er stærra en 4“ sem „5 > 4“, og eins verður „5 er minna en 6“ að „5 < 6“.

Eins og með svo margt annað í stærðfræði tekur nokkurn tíma að venjast þessum rithætti þannig að maður geti notað hann án umhugsunar. Þó eru til einhver heimilisráð til að minna sig á hvernig táknið eigi að snúa. Til dæmis finnst sumum þægilegt að kalla bæði merkin „gogg“, því þau minna á gogga fugla. Þá er stærri talan sú sem goggar í þá minni.

Önnur svipuð aðferð er að ímynda sér að merkið tákni ginið á svöngum krókódíl. Vegna þess að hann er svangur reynir hann að borða stærri töluna fyrst, svo ginið snýr að henni. Varast ber að kenna fólki báðar aðferðirnar að ofan, þar sem þeim ber ekki saman um hvoru megin við merkin er betra að vera.

Á sínum tíma fannst undirrituðum þó alltaf liggja beinna við að telja oddana á sitt hvorri hlið merkisins. Þannig eru til dæmis tveir oddar á hægri hlið „<“ merkisins og einn á þeirri vinstri. Þar sem tveir er stærri en einn, þá er talan hægra megin stærri en sú sem er vinstra megin.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvort er minna en merkið „>“ eða „<“ í ,,5 er minna en 6“?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Til að segja „5 er stærra en 4“, skrifar maður þá „5 > 4“ eða „5 < 4“?
...