Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er líf á hafsbotni?

Jörundur Svavarsson

Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má finna rekinn stórþara. Utan á stilk hans vaxa ýmsir þörungar og í þöngulhausnum er oft fjölbreytilegt smádýralíf. Á sandströnd má víða finna reknar skeljar, svo sem kúfskel og hjartaskel. Botninn er ákaflega mikilvægur fyrir lífið í sjónum því að margar fiskategundir lifa á botndýrum.

Botndýr hafa fundist allt niður á um 11000 metra dýpi, sem er mesta dýpi heimshafanna. Þarna niðri er gífurlegur þrýstingur sem lífverurnar eru aðlagaðar að og flest botndýr þola það ákaflega illa þegar þau eru flutt af miklu dýpi upp á yfirborð sjávar til rannsókna.

Á dýpri hafsvæðum er að sjálfsögðu algert myrkur, en mörg dýr mynda þó lífrænt ljós sem þau nota við að afla sér fæðu og við tjáskipti innan tegundar. Takmörkuð birta setur botnþörungum neðri mörk í útbreiðslu og því verða þeir lítt áberandi neðan 20 til 30 metra dýpis. Minnkandi birta með dýpi setur einnig smávöxnum svifþörungum mörk, en þeir eru mikilvæg fæða margra botndýra. Þetta endurspeglast í útbreiðslu botndýranna. Þannig verða botndýr sem sía þessa smávöxnu svifþörunga úr sjónum hlutfallslega óalgeng þegar dýpra dregur.


Krossfiskur í sjó.

Lífríki á botni er mismunandi eftir því hvort um er að ræða svokallaðan harðan botn (klapparbotn) eða mjúkan botn (sand- eða leirbotn). Á klapparbotni eru þörungar víða algengir. Þarinn getur orðið allt að tveggja metra langur og myndar fjölbreytilega þaraskóga víða á grunnsævi við Ísland. Inn á milli þaraplantnanna finnast ígulker, svo sem marígull og skollakoppur, og krossfiskar, auk beitukóngs og marhnúts. Aðan, sem er stórvaxin samloka, er víða í talsverðu magni innan um þarann og þaraplönturnar festa sig gjarnan á öðuna.

Á mjúkum botni lifa yfirleitt smávaxin dýr og þar eru burstaormar oft ákaflega áberandi. Mjúki botninn getur verið ákaflega fjölbreytilegur. Á grunnsævi við Ísland er ekki óalgengt að finna milli 20 og 40 dýrategundir af svokallaðri makrófánu (dýr stærri en 0,5 mm) á bletti sem er aðeins um 20x20 sm að stærð. Á botninum eru einnig ýmis önnur smádýr og jafnvel bakteríur eru inni á milli sand- eða leðjuagnanna.

Leturhumarinn, eða humarinn eins og hann er oft kallaður í daglegu tali, er dæmigert botndýr á mjúkum botni. Hann grefur sér djúp göng um botninn og dvelst í þeim langar stundir. Göngin hafa oft mörg op. Í rökkri leitar humarinn upp úr göngunum og lendir þá stundum í botnvörpum fiskimanna.

Sjá einnig svar Jóns Más Halldórssonar við Af hverju er mikið líf í hafinu?

Mynd: Fiji Islands. The Geology Department at Modesto Junior College.

Höfundur

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

17.3.2000

Spyrjandi

Gunnlaugur Bragi

Tilvísun

Jörundur Svavarsson. „Er líf á hafsbotni?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=246.

Jörundur Svavarsson. (2000, 17. mars). Er líf á hafsbotni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=246

Jörundur Svavarsson. „Er líf á hafsbotni?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=246>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er líf á hafsbotni?
Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má finna rekinn stórþara. Utan á stilk hans vaxa ýmsir þörungar og í þöngulhausnum er oft fjölbreytilegt smádýralíf. Á sandströnd má víða finna reknar skeljar, svo sem kúfskel og hjartaskel. Botninn er ákaflega mikilvægur fyrir lífið í sjónum því að margar fiskategundir lifa á botndýrum.

Botndýr hafa fundist allt niður á um 11000 metra dýpi, sem er mesta dýpi heimshafanna. Þarna niðri er gífurlegur þrýstingur sem lífverurnar eru aðlagaðar að og flest botndýr þola það ákaflega illa þegar þau eru flutt af miklu dýpi upp á yfirborð sjávar til rannsókna.

Á dýpri hafsvæðum er að sjálfsögðu algert myrkur, en mörg dýr mynda þó lífrænt ljós sem þau nota við að afla sér fæðu og við tjáskipti innan tegundar. Takmörkuð birta setur botnþörungum neðri mörk í útbreiðslu og því verða þeir lítt áberandi neðan 20 til 30 metra dýpis. Minnkandi birta með dýpi setur einnig smávöxnum svifþörungum mörk, en þeir eru mikilvæg fæða margra botndýra. Þetta endurspeglast í útbreiðslu botndýranna. Þannig verða botndýr sem sía þessa smávöxnu svifþörunga úr sjónum hlutfallslega óalgeng þegar dýpra dregur.


Krossfiskur í sjó.

Lífríki á botni er mismunandi eftir því hvort um er að ræða svokallaðan harðan botn (klapparbotn) eða mjúkan botn (sand- eða leirbotn). Á klapparbotni eru þörungar víða algengir. Þarinn getur orðið allt að tveggja metra langur og myndar fjölbreytilega þaraskóga víða á grunnsævi við Ísland. Inn á milli þaraplantnanna finnast ígulker, svo sem marígull og skollakoppur, og krossfiskar, auk beitukóngs og marhnúts. Aðan, sem er stórvaxin samloka, er víða í talsverðu magni innan um þarann og þaraplönturnar festa sig gjarnan á öðuna.

Á mjúkum botni lifa yfirleitt smávaxin dýr og þar eru burstaormar oft ákaflega áberandi. Mjúki botninn getur verið ákaflega fjölbreytilegur. Á grunnsævi við Ísland er ekki óalgengt að finna milli 20 og 40 dýrategundir af svokallaðri makrófánu (dýr stærri en 0,5 mm) á bletti sem er aðeins um 20x20 sm að stærð. Á botninum eru einnig ýmis önnur smádýr og jafnvel bakteríur eru inni á milli sand- eða leðjuagnanna.

Leturhumarinn, eða humarinn eins og hann er oft kallaður í daglegu tali, er dæmigert botndýr á mjúkum botni. Hann grefur sér djúp göng um botninn og dvelst í þeim langar stundir. Göngin hafa oft mörg op. Í rökkri leitar humarinn upp úr göngunum og lendir þá stundum í botnvörpum fiskimanna.

Sjá einnig svar Jóns Más Halldórssonar við Af hverju er mikið líf í hafinu?

Mynd: Fiji Islands. The Geology Department at Modesto Junior College....