Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist við þessar aðstæður og því er erfiðara að svara. Svarið við þessari breyttu útgáfu af spurningunni veltur á því hvað átt er við með orðinu "hljóð".

Sé hljóð einfaldlega sami hlutur og hljóðbylgjur verður svarið "já" þar sem hljóðbylgjurnar myndast að sjálfsögðu óháð návist heyrandi vera. Stundum er því haldið fram að sá eiginleiki hlutar að gefa frá sér ákveðið hljóð sé það sama og ákveðin tilhneiging eða máttur hlutarins. Samkvæmt því gefur tréð sem fellur frá sér hljóð ef það er satt að einhver heyrandi vera mundi heyra hljóð ef hún væri nálægt. Allt bendir til þess að þetta sé satt í þessu tilviki og svarið verður því aftur "já" samkvæmt þessari útgáfu.

Sumir heimspekingar hafna báðum ofangreindu skilgreiningunum á hljóði eða því að gefa frá sér hljóð og segja að hljóð sé eiginleiki okkar eigin skynjana og búi hvergi annars staðar en í hugum þeirra sem heyra það. Hljóðið sé því ekki myndað af trénu sem fellur heldur myndist það í hugum þeirra sem heyra en tréð sem fellur geti samt sem áður verið ein af orsökum þess að heyrandi vera myndi hljóð í huga sínum. Ef engin heyrandi vera er nærstödd myndast því ekkert hljóð samkvæmt kenningum á borð við þessa heldur myndast aðeins eitthvað sem gæti verið orsök hljóðmyndunar ef réttu aðstæðurnar væru fyrir hendi.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

28.3.2000

Spyrjandi

Garðar Guðjónsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2000. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=300.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 28. mars). Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=300

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2000. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=300>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef tré fellur í skóginum og það er enginn nálægt, heyrist þá eitthvert hljóð?
Sé spurningin tekin bókstaflega hlýtur svarið einfaldlega að vera "nei". Sé engin heyrandi vera nálægt trénu sem fellur, hvorki manneskja né annað dýr, heyrist ekkert hljóð því merking orðsins "að heyrast" virðist fela í sér að einhver heyri. Hins vegar má umorða spurninguna og spyrja hvort eitthvert hljóð myndist við þessar aðstæður og því er erfiðara að svara. Svarið við þessari breyttu útgáfu af spurningunni veltur á því hvað átt er við með orðinu "hljóð".

Sé hljóð einfaldlega sami hlutur og hljóðbylgjur verður svarið "já" þar sem hljóðbylgjurnar myndast að sjálfsögðu óháð návist heyrandi vera. Stundum er því haldið fram að sá eiginleiki hlutar að gefa frá sér ákveðið hljóð sé það sama og ákveðin tilhneiging eða máttur hlutarins. Samkvæmt því gefur tréð sem fellur frá sér hljóð ef það er satt að einhver heyrandi vera mundi heyra hljóð ef hún væri nálægt. Allt bendir til þess að þetta sé satt í þessu tilviki og svarið verður því aftur "já" samkvæmt þessari útgáfu.

Sumir heimspekingar hafna báðum ofangreindu skilgreiningunum á hljóði eða því að gefa frá sér hljóð og segja að hljóð sé eiginleiki okkar eigin skynjana og búi hvergi annars staðar en í hugum þeirra sem heyra það. Hljóðið sé því ekki myndað af trénu sem fellur heldur myndist það í hugum þeirra sem heyra en tréð sem fellur geti samt sem áður verið ein af orsökum þess að heyrandi vera myndi hljóð í huga sínum. Ef engin heyrandi vera er nærstödd myndast því ekkert hljóð samkvæmt kenningum á borð við þessa heldur myndast aðeins eitthvað sem gæti verið orsök hljóðmyndunar ef réttu aðstæðurnar væru fyrir hendi....