Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?

Heiða María Sigurðardóttir

Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um greind og greindarvísitölu. Hér er einnig svarað þessum spurningum:
  • Hvað er venjuleg greindarvísitala unglinga? En fullorðinna manna?
  • Hvað er greindarvísitalan hjá 12 ára krökkum að meðaltali há?
  • Hver er meðalgreindarvísitala hjá Íslendingum?
  • Hvað þýðir IQ?
  • Hvað er eðlilega há greindarvísitala og hvað er hún há hjá snillingum?

Aðrir spyrjendur eru: Tanja Rós Ívarsdóttir, Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir (f. 1991), Magni Þór Björnsson (f. 1987), Klara Kristjánsdóttir (f. 1989), Andri Pálsson, Auður Ýr Jónsdóttir (f. 1991), Íris Dögg Ómarsdóttir (f. 1989), Alex R. (f. 1987) og Leifur Guðni Grétarsson (f. 1990).

Greindarvísitala (IQ, Intelligence Quotent) er tala sem metur greind fólks. Til þess að reikna hana út þarf að láta fólk taka sérstakt greindarpróf og athuga hvernig það stendur sig á því miðað við aðra. Lesa má meira um greind og greindarpróf í svörum Sigurðar J. Grétarssonar, prófessors í sálfræði, við spurningunum Hvað er greind? og Er sannað að greindarpróf verki?

Aldursmiðuð greindarvísitalan

Upphaflega var greindarvísitala notuð til að athuga hversu mikið börn voru á undan eða eftir jafnöldrum sínum í greind, og kallaðist hún þá aldursmiðuð greindarvísitala (ratio IQ). Þetta var gert með því að leggja tiltekið greindarpróf fyrir hópa af börnum á mismunandi aldri, svokölluð stöðlunarúrtök (standardization samples), sem frammistaða annarra barna var svo miðuð við. Hóparnir voru valdir með það í huga að þeir væru lýsandi fyrir hvern aldurshóp, til dæmis með því að velja af handahófi hvaða börn voru með í úrtakinu. Því næst var greindarprófið lagt fyrir það barn sem meta átti greind hjá og greindaraldur þess (mental age) borinn saman við raunaldur (chronological age) með þessari formúlu:

Aldursmiðuð greindarvísitala
= (greindaraldur/raunaldur)*100

Raunaldur er það sem í daglegu tali kallast aldur. Greindaraldur gefur aftur á móti upplýsingar um hvernig fólk stendur sig miðað við aðra. Sá sem stendur sig jafnvel og 8 ára meðalbarn hefur 8 ára greindaraldur. Sá sem stendur sig jafnvel og meðalbarn sem er 11 ára er með greindaraldur 11 ár og svo framvegis. Ef reiknað er út úr formúlunni sést að þegar greindaraldur er sá sami og raunaldur er greindarvísitalan = 100. Þetta þýðir með öðrum orðum að meðalgreint barn á tilteknum aldri hefur ávallt greindarvísitöluna 100. Sá sem fær greindarvísitölu yfir 100 er yfir meðalgreind en sá sem er undir 100 er undir meðalgreind, hvorttveggja miðað við aldur.



Hver ætli sé greindaraldur Hómers Simpsons?

Áður en greindarpróf er tekið í notkun í tilteknu landi er ávallt reynt að staðla það þar, með öðrum orðum að miða ekki við upphaflega stöðlunarúrtakið heldur leggja prófið fyrir nýtt úrtak. Þess vegna er meðalgreind Íslendinga 100, sömuleiðis Svía, Bandaríkjamanna, Ghanamanna og svo framvegis. Erfitt er að bera saman greind mismunandi þjóða þar sem ekki er víst að próf sem þýtt er á mörg tungumál sé fyllilega sambærilegt í öllum atriðum. Sömuleiðis eru ekki rök til þess að segja að 15 ára meðalunglingur með greindarvísitöluna 100 sé "jafngreindur" og 4 ára smábarn með sömu greindarvísitölu; að sjálfsögðu svarar unglingurinn fleiri atriðum rétt á prófinu. Aldursmiðaða greindarvísitalan ein og sér segir aðeins til um hvernig börn og unglingar standa sig á greindarprófum miðað við sinn aldurshóp.

Fráviksmiðuð greindarvísitala

Aðalvandamálið við að reikna út hlutfallslega greindarvísitölu fólks á þennan hátt er að greind fólks helst nokkuð stöðug eftir að fólk fullorðnast, en það heldur að sjálfsögðu áfram að eldast. Ef nota ætti þessa aðferð til að reikna greind fullorðins fólks mundi virðast sem svo að greind þess hrakaði með tímanum. Þetta sést á formúlunni, þar sem ávallt þyrfti að deila í sama greindaraldur með hækkandi raunaldri.

Til þess að bregðast við þessu og fleiri vandamálum var notkun hlutfallslegu greindarvísitölunnar hætt, og svokölluð fráviksmiðuð greindarvísitala (deviation IQ) tekin upp í staðinn. Útreikningur á slíkri greindarvísitölu er öllu flóknari. Í flestum greindarprófum er samt haldið í þá reglu að meðalgreind sé 100. Einnig er miðað við að útkoma úr slembiúrtaki fylgi Gauss-dreifingu (normaldreifingu) sem kallað er og svokallað staðalfrávik sé 15 stig. Með þessu má segja að þessi tegund greindarvísitölu sé skilgreind, en þetta þýðir að prófin eru gerð þannig að um 68% fólks hafi greind sem víkur innan við 15 stig (eitt staðalfrávik) frá meðaltali (það er á bilinu 85-115 stig) og að um 95% fólks hafi greind sem er minna en tvö staðalfrávik frá meðaltali (70-130 stig).



Svona dreifist fráviksmiðaða greindarvísitalan. Á myndinni sést að flestir eru með meðalgreind, eða 100 stig.

Flokkaskipting eftir greindarvísitölu fólks

Í Stanford-Binet greindarprófinu er miðað við þessa flokkaskiptingu:

145-160Mjög bráðger (very gifted)
130-144Bráðger (gifted)
120-129Yfirburðagreindur (superior)
110-119Nokkuð yfir meðallagi greindur (high average)
90-109Í meðallagi greindur (average)
80-89Nokkuð undir meðallagi greindur (low average)
70-79Á mörkum greindarskerðingar (borderline impaired)
55-69Væg greindarskerðing (mildly impaired)
40-54Nokkur greindarskerðing (moderately impaired)

Athuga verður þó að þetta eru aðeins viðmiðunarreglur. Þegar greina á greindarskerðingu er aldrei eingöngu miðað við útkomu úr tilteknu greindarprófi. Ávallt er tekið tillit til annarra þátta, svo sem samskiptahæfileika og sjálfsbjargargetu fólks.

Heimildir og myndir:

  • Cohen, R. J. og Swerdlik, M. E. (2005). Psychological testing and assessment (6. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Mynd af Homer Simpson er fengin af Marnin.com.
  • Mynd af dreifingu greindar er fengin af síðunni Psychology.cz.

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

8.6.2005

Spyrjandi

María Ólafsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2005. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5041.

Heiða María Sigurðardóttir. (2005, 8. júní). Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5041

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2005. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er greindarvísitala meðalmanneskju og hvenær er hún orðin óeðlilega lág eða há?
Vísindavefnum hafa borist margar spurningar um greind og greindarvísitölu. Hér er einnig svarað þessum spurningum:

  • Hvað er venjuleg greindarvísitala unglinga? En fullorðinna manna?
  • Hvað er greindarvísitalan hjá 12 ára krökkum að meðaltali há?
  • Hver er meðalgreindarvísitala hjá Íslendingum?
  • Hvað þýðir IQ?
  • Hvað er eðlilega há greindarvísitala og hvað er hún há hjá snillingum?

Aðrir spyrjendur eru: Tanja Rós Ívarsdóttir, Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir (f. 1991), Magni Þór Björnsson (f. 1987), Klara Kristjánsdóttir (f. 1989), Andri Pálsson, Auður Ýr Jónsdóttir (f. 1991), Íris Dögg Ómarsdóttir (f. 1989), Alex R. (f. 1987) og Leifur Guðni Grétarsson (f. 1990).

Greindarvísitala (IQ, Intelligence Quotent) er tala sem metur greind fólks. Til þess að reikna hana út þarf að láta fólk taka sérstakt greindarpróf og athuga hvernig það stendur sig á því miðað við aðra. Lesa má meira um greind og greindarpróf í svörum Sigurðar J. Grétarssonar, prófessors í sálfræði, við spurningunum Hvað er greind? og Er sannað að greindarpróf verki?

Aldursmiðuð greindarvísitalan

Upphaflega var greindarvísitala notuð til að athuga hversu mikið börn voru á undan eða eftir jafnöldrum sínum í greind, og kallaðist hún þá aldursmiðuð greindarvísitala (ratio IQ). Þetta var gert með því að leggja tiltekið greindarpróf fyrir hópa af börnum á mismunandi aldri, svokölluð stöðlunarúrtök (standardization samples), sem frammistaða annarra barna var svo miðuð við. Hóparnir voru valdir með það í huga að þeir væru lýsandi fyrir hvern aldurshóp, til dæmis með því að velja af handahófi hvaða börn voru með í úrtakinu. Því næst var greindarprófið lagt fyrir það barn sem meta átti greind hjá og greindaraldur þess (mental age) borinn saman við raunaldur (chronological age) með þessari formúlu:

Aldursmiðuð greindarvísitala
= (greindaraldur/raunaldur)*100

Raunaldur er það sem í daglegu tali kallast aldur. Greindaraldur gefur aftur á móti upplýsingar um hvernig fólk stendur sig miðað við aðra. Sá sem stendur sig jafnvel og 8 ára meðalbarn hefur 8 ára greindaraldur. Sá sem stendur sig jafnvel og meðalbarn sem er 11 ára er með greindaraldur 11 ár og svo framvegis. Ef reiknað er út úr formúlunni sést að þegar greindaraldur er sá sami og raunaldur er greindarvísitalan = 100. Þetta þýðir með öðrum orðum að meðalgreint barn á tilteknum aldri hefur ávallt greindarvísitöluna 100. Sá sem fær greindarvísitölu yfir 100 er yfir meðalgreind en sá sem er undir 100 er undir meðalgreind, hvorttveggja miðað við aldur.



Hver ætli sé greindaraldur Hómers Simpsons?

Áður en greindarpróf er tekið í notkun í tilteknu landi er ávallt reynt að staðla það þar, með öðrum orðum að miða ekki við upphaflega stöðlunarúrtakið heldur leggja prófið fyrir nýtt úrtak. Þess vegna er meðalgreind Íslendinga 100, sömuleiðis Svía, Bandaríkjamanna, Ghanamanna og svo framvegis. Erfitt er að bera saman greind mismunandi þjóða þar sem ekki er víst að próf sem þýtt er á mörg tungumál sé fyllilega sambærilegt í öllum atriðum. Sömuleiðis eru ekki rök til þess að segja að 15 ára meðalunglingur með greindarvísitöluna 100 sé "jafngreindur" og 4 ára smábarn með sömu greindarvísitölu; að sjálfsögðu svarar unglingurinn fleiri atriðum rétt á prófinu. Aldursmiðaða greindarvísitalan ein og sér segir aðeins til um hvernig börn og unglingar standa sig á greindarprófum miðað við sinn aldurshóp.

Fráviksmiðuð greindarvísitala

Aðalvandamálið við að reikna út hlutfallslega greindarvísitölu fólks á þennan hátt er að greind fólks helst nokkuð stöðug eftir að fólk fullorðnast, en það heldur að sjálfsögðu áfram að eldast. Ef nota ætti þessa aðferð til að reikna greind fullorðins fólks mundi virðast sem svo að greind þess hrakaði með tímanum. Þetta sést á formúlunni, þar sem ávallt þyrfti að deila í sama greindaraldur með hækkandi raunaldri.

Til þess að bregðast við þessu og fleiri vandamálum var notkun hlutfallslegu greindarvísitölunnar hætt, og svokölluð fráviksmiðuð greindarvísitala (deviation IQ) tekin upp í staðinn. Útreikningur á slíkri greindarvísitölu er öllu flóknari. Í flestum greindarprófum er samt haldið í þá reglu að meðalgreind sé 100. Einnig er miðað við að útkoma úr slembiúrtaki fylgi Gauss-dreifingu (normaldreifingu) sem kallað er og svokallað staðalfrávik sé 15 stig. Með þessu má segja að þessi tegund greindarvísitölu sé skilgreind, en þetta þýðir að prófin eru gerð þannig að um 68% fólks hafi greind sem víkur innan við 15 stig (eitt staðalfrávik) frá meðaltali (það er á bilinu 85-115 stig) og að um 95% fólks hafi greind sem er minna en tvö staðalfrávik frá meðaltali (70-130 stig).



Svona dreifist fráviksmiðaða greindarvísitalan. Á myndinni sést að flestir eru með meðalgreind, eða 100 stig.

Flokkaskipting eftir greindarvísitölu fólks

Í Stanford-Binet greindarprófinu er miðað við þessa flokkaskiptingu:

145-160Mjög bráðger (very gifted)
130-144Bráðger (gifted)
120-129Yfirburðagreindur (superior)
110-119Nokkuð yfir meðallagi greindur (high average)
90-109Í meðallagi greindur (average)
80-89Nokkuð undir meðallagi greindur (low average)
70-79Á mörkum greindarskerðingar (borderline impaired)
55-69Væg greindarskerðing (mildly impaired)
40-54Nokkur greindarskerðing (moderately impaired)

Athuga verður þó að þetta eru aðeins viðmiðunarreglur. Þegar greina á greindarskerðingu er aldrei eingöngu miðað við útkomu úr tilteknu greindarprófi. Ávallt er tekið tillit til annarra þátta, svo sem samskiptahæfileika og sjálfsbjargargetu fólks.

Heimildir og myndir:

  • Cohen, R. J. og Swerdlik, M. E. (2005). Psychological testing and assessment (6. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Gleitman, H., Fridlund, A. J. og Reisberg, D. (1999). Psychology (5. útgáfa). New York: Norton.
  • Nolen-Hoeksema, S. (2004). Abnormal psychology (3. útgáfa). New York: McGraw-Hill.
  • Mynd af Homer Simpson er fengin af Marnin.com.
  • Mynd af dreifingu greindar er fengin af síðunni Psychology.cz.
...