Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?

Magnús Jóhannsson

Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig að ef við missum hann eða hann hættir að starfa, verðum við að taka skjaldkirtilshormón það sem eftir er ævinnar.


Skjaldkirtillinn er staðsettur framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann. Hann gefur frá sér hormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans en losun þýroxíns er aftur stjórnað af hormóni sem kemur frá heiladingli. Skjaldkirtillinn getur tekið upp á því að framleiða og losa út í blóðið of mikið eða of lítið af þýroxíni og er þá talað um ofstarfsemi eða vanstarfsemi kirtilsins. Truflanir á starfsemi skjaldkirtils er tiltölulega auðvelt að greina með vissu með hormónamælingum í blóði.

Langalgengasta tegund af ofstarfsemi skjaldkirtils er vegna ættgengrar stækkunar á kirtlinum sem er mun algengari hjá konum en körlum. Þessi sjúkdómur byrjar oftast á aldrinum milli 20 og 40 ára og stundum fylgir honum að augun verða útstæð. Fyrstu einkenni eru oft taugaspenna, óróleiki, hitaóþol, mikill sviti, þreyta, máttleysi, tíðar hægðir og ýmiss konar óþægindi frá hjarta. Húðin er oft rök og heit, hárið verður fíngert og neglur þunnar. Síðar geta komið fram alvarlegar hjartsláttartruflanir, hjartabilun, fíngerður handskjálfti, beinþynning og 5-10% fá útstæð augu.

Skjaldkirtillinn er staðsettur framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann.

Meðferð getur einkum verið þrenns konar, skurðaðgerð, geislavirkt joð sem dregur varanlega úr starfsemi kirtilsins eða að starfseminni er haldið í skefjum með lyfjum. Hvaða aðferð er valin fer eftir ýmsu eins og orsök sjúkdómsins, og hversu svæsinn hann er, aldri sjúklingsins og ekki síst óskum hans sjálfs. Allar þessar aðferðir geta gefið góðan árangur en alltaf er hætta á að eftir nokkur ár verði starfsemi kirtilsins orðin of hæg og þá verður að grípa til meðferðar með skjaldkirtilshormóni (þýroxíni). Hér virðist um venjulegan gang sjúkdómsins að ræða, fyrst er ofstarfsemi sem endar að lokum í vanstarfsemi. Útstæð augu lagast yfirleitt ekki þó að takist að hemja sjúkdóminn að öðru leyti.

Vanstarfsemi skjaldkirtils getur orðið í kjölfar ofstarfsemi eins og lýst er að ofan eða án þess að kirtillinn hafi nokkurn tíma verið ofvirkur. Skortur á skjaldkirtilshormóni hefur áhrif á flest líffæri. Einkennin koma oftast hægt og sígandi og geta staðið lengi án þess að nokkur átti sig á að um sjúkdóm sé að ræða. Oft er um að ræða sjúkdóm í sjálfum kirtlinum sem þá er venjulega stækkaður. Fyrstu einkenni eru venjulega þróttleysi, þreyta, verkir í vöðvum og liðum, sinadráttur, óþol gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Húðin er oft þurr og föl, neglur þunnar og brothættar og hárið þunnt. Síðar koma alvarlegri einkenni eins og bjúgur, blóðleysi, heyrnarskerðing, þykk tunga, hjartastækkun og hægur púls, andnauð og lækkaður líkamshiti.

Meðferð felst í að taka inn skjaldkirtilshormónið þýroxín daglega. Venjulega er byrjað með tiltölulega litla skammta sem auknir eru smám saman þar til viðunandi árangur næst. Árangur af þessari meðferð er venjulega mjög góður en skammta þarf stundum að endurskoða eftir notkun í langan tíma.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.6.2000

Spyrjandi

Sigríður Guðmundsdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=588.

Magnús Jóhannsson. (2000, 28. júní). Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=588

Magnús Jóhannsson. „Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=588>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig að ef við missum hann eða hann hættir að starfa, verðum við að taka skjaldkirtilshormón það sem eftir er ævinnar.


Skjaldkirtillinn er staðsettur framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann. Hann gefur frá sér hormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans en losun þýroxíns er aftur stjórnað af hormóni sem kemur frá heiladingli. Skjaldkirtillinn getur tekið upp á því að framleiða og losa út í blóðið of mikið eða of lítið af þýroxíni og er þá talað um ofstarfsemi eða vanstarfsemi kirtilsins. Truflanir á starfsemi skjaldkirtils er tiltölulega auðvelt að greina með vissu með hormónamælingum í blóði.

Langalgengasta tegund af ofstarfsemi skjaldkirtils er vegna ættgengrar stækkunar á kirtlinum sem er mun algengari hjá konum en körlum. Þessi sjúkdómur byrjar oftast á aldrinum milli 20 og 40 ára og stundum fylgir honum að augun verða útstæð. Fyrstu einkenni eru oft taugaspenna, óróleiki, hitaóþol, mikill sviti, þreyta, máttleysi, tíðar hægðir og ýmiss konar óþægindi frá hjarta. Húðin er oft rök og heit, hárið verður fíngert og neglur þunnar. Síðar geta komið fram alvarlegar hjartsláttartruflanir, hjartabilun, fíngerður handskjálfti, beinþynning og 5-10% fá útstæð augu.

Skjaldkirtillinn er staðsettur framan á hálsinum og skiptist í tvo hluta sitt hvorum megin við barkann.

Meðferð getur einkum verið þrenns konar, skurðaðgerð, geislavirkt joð sem dregur varanlega úr starfsemi kirtilsins eða að starfseminni er haldið í skefjum með lyfjum. Hvaða aðferð er valin fer eftir ýmsu eins og orsök sjúkdómsins, og hversu svæsinn hann er, aldri sjúklingsins og ekki síst óskum hans sjálfs. Allar þessar aðferðir geta gefið góðan árangur en alltaf er hætta á að eftir nokkur ár verði starfsemi kirtilsins orðin of hæg og þá verður að grípa til meðferðar með skjaldkirtilshormóni (þýroxíni). Hér virðist um venjulegan gang sjúkdómsins að ræða, fyrst er ofstarfsemi sem endar að lokum í vanstarfsemi. Útstæð augu lagast yfirleitt ekki þó að takist að hemja sjúkdóminn að öðru leyti.

Vanstarfsemi skjaldkirtils getur orðið í kjölfar ofstarfsemi eins og lýst er að ofan eða án þess að kirtillinn hafi nokkurn tíma verið ofvirkur. Skortur á skjaldkirtilshormóni hefur áhrif á flest líffæri. Einkennin koma oftast hægt og sígandi og geta staðið lengi án þess að nokkur átti sig á að um sjúkdóm sé að ræða. Oft er um að ræða sjúkdóm í sjálfum kirtlinum sem þá er venjulega stækkaður. Fyrstu einkenni eru venjulega þróttleysi, þreyta, verkir í vöðvum og liðum, sinadráttur, óþol gagnvart kulda, höfuðverkur og tíðatruflanir. Húðin er oft þurr og föl, neglur þunnar og brothættar og hárið þunnt. Síðar koma alvarlegri einkenni eins og bjúgur, blóðleysi, heyrnarskerðing, þykk tunga, hjartastækkun og hægur púls, andnauð og lækkaður líkamshiti.

Meðferð felst í að taka inn skjaldkirtilshormónið þýroxín daglega. Venjulega er byrjað með tiltölulega litla skammta sem auknir eru smám saman þar til viðunandi árangur næst. Árangur af þessari meðferð er venjulega mjög góður en skammta þarf stundum að endurskoða eftir notkun í langan tíma.

Mynd:...