Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast fengið orðasambandið úr þýsku en þar er sagt im siebten Himmel sein.

Himnarnir sjö eru vel þekktir í trúarritum gyðinga (Talmud) og múslima (Kóraninum). Þeir eru stundum taldir allt að tíu. Á sjöunda himni býr Guð og með honum kerúbar og serafar og aðrir af æðstu stigum.

Himnarnir sjö eru vel þekktir í trúarritum gyðinga og múslima. Á sjöunda himni býr Guð en í þriðja himni átti Paradís að vera ásamt lífsins tré. Myndin sem sést hér er freska eftir ítalska málarann Rafael (1483–1520) og er gerð á árunum 1509 og 1510. Á henni sést bæði himinn og jörð.

Sambandið að vera í þriðja himni virðist einnig koma upp í íslensku á 19. öld. Í blaðinu Norðra frá 1858 stendur til dæmis: „þegar maður er kominn í þriðja himin af glaðværð.“

Á þriðja himininn er minnst í Öðru Korintubréfi í Nýja testamentinu (12:2) (útg. 2007):
Ég þekki kristinn mann. Fyrir fjórtán árum var hann hrifinn burt allt til þriðja himins. Hvort það var í líkamanum eða utan líkamans veit ég ekki. Guð veit það. Og mér er kunnugt um að þessi maður var hrifinn upp í Paradís og heyrði ósegjanleg orð sem engum manni er leyft að mæla.
Einmitt í þriðja himni átti Paradís að vera ásamt lífsins tré. Þar hefur því talist gott að vera þótt enn betra væri að komast í þann sjöunda.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.4.2012

Spyrjandi

Theodóra Dröfn Skarphéðinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2012. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61737.

Guðrún Kvaran. (2012, 24. apríl). Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61737

Guðrún Kvaran. „Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2012. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61737>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?
Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast fengið orðasambandið úr þýsku en þar er sagt im siebten Himmel sein.

Himnarnir sjö eru vel þekktir í trúarritum gyðinga (Talmud) og múslima (Kóraninum). Þeir eru stundum taldir allt að tíu. Á sjöunda himni býr Guð og með honum kerúbar og serafar og aðrir af æðstu stigum.

Himnarnir sjö eru vel þekktir í trúarritum gyðinga og múslima. Á sjöunda himni býr Guð en í þriðja himni átti Paradís að vera ásamt lífsins tré. Myndin sem sést hér er freska eftir ítalska málarann Rafael (1483–1520) og er gerð á árunum 1509 og 1510. Á henni sést bæði himinn og jörð.

Sambandið að vera í þriðja himni virðist einnig koma upp í íslensku á 19. öld. Í blaðinu Norðra frá 1858 stendur til dæmis: „þegar maður er kominn í þriðja himin af glaðværð.“

Á þriðja himininn er minnst í Öðru Korintubréfi í Nýja testamentinu (12:2) (útg. 2007):
Ég þekki kristinn mann. Fyrir fjórtán árum var hann hrifinn burt allt til þriðja himins. Hvort það var í líkamanum eða utan líkamans veit ég ekki. Guð veit það. Og mér er kunnugt um að þessi maður var hrifinn upp í Paradís og heyrði ósegjanleg orð sem engum manni er leyft að mæla.
Einmitt í þriðja himni átti Paradís að vera ásamt lífsins tré. Þar hefur því talist gott að vera þótt enn betra væri að komast í þann sjöunda.

Mynd:...