
Leifar af Keplersstjörnunni.
Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.Meira má lesa um sprengistjörnur í svari Sævars við spurningunni Er nokkur fastastjarna nálægt okkur sem hefur möguleika á að verða sprengistjarna?
Heimildir og mynd
- Nova. Wiktionary.
- SN 1604. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Super-. Answers.com.
- Supernova Remnant Turns 400. Nasa.gov.