Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?

Heiða María Sigurðardóttir

Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár.

Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá augum verið tengdar við hljóðbörk (e. auditory cortex) nýfæddra fretta (e. ferret), dýra af marðarætt. En þá er spurningin, sáu fretturnar sjónáreitin eða heyrðu þær í þeim?

Svo virðist sem hið fyrra sé nærri lagi. Við það að hljóðberki bærust sífellt upplýsingar um sjónáreiti tók hann smám saman á sig mynd sjónbarkar (e. visual cortex). Sömuleiðis mátti dæma það af hegðun frettanna að þær sæju frekar en heyrðu í því sem fyrir augu bar.


Hér sjást heili úr ketti (t.v.) og hundi (t.h.). Athugið að hlutfallsleg stærð heilanna tveggja er ekki nákvæmlega eins á mynd.

Til að svara spurningunni þá er mjög hæpið að þessi tilraun gæti heppnast; væri heili tekinn úr ketti og hundsheili settur í staðinn myndi kötturinn væntanlega bara drepast og ekki gefa frá sér eitt einasta hljóð. Ef maður gefur sér aftur á móti að þetta sé mögulegt og að hundsheilinn sé rétt tengdur við öndunarfæri kattarins þá þykir mér mun sennilegra að hann gefi frá sér hljóð sem líkist einhvers konar mjálmi.

Vissulega er það heilinn sem gefur skipanir um hvernig þrýsta eigi lofti út um lungun, hvernig munnurinn hreyfist og svo framvegis. En hljóðið mótast líka að miklu leyti af lögun öndunarfæranna svo ólíklegt er að öndunarfæri katta hreinlega bjóði upp á myndun gelts, hvað svo sem kötturinn reyndi. Þetta eru auðvitað allt vangaveltur þar sem tilraunin hefur ekki verið gerð í raunveruleikanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

9.11.2006

Spyrjandi

Guðmundur Jóhannesson

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6368.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 9. nóvember). Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6368

Heiða María Sigurðardóttir. „Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6368>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?
Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár.

Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá augum verið tengdar við hljóðbörk (e. auditory cortex) nýfæddra fretta (e. ferret), dýra af marðarætt. En þá er spurningin, sáu fretturnar sjónáreitin eða heyrðu þær í þeim?

Svo virðist sem hið fyrra sé nærri lagi. Við það að hljóðberki bærust sífellt upplýsingar um sjónáreiti tók hann smám saman á sig mynd sjónbarkar (e. visual cortex). Sömuleiðis mátti dæma það af hegðun frettanna að þær sæju frekar en heyrðu í því sem fyrir augu bar.


Hér sjást heili úr ketti (t.v.) og hundi (t.h.). Athugið að hlutfallsleg stærð heilanna tveggja er ekki nákvæmlega eins á mynd.

Til að svara spurningunni þá er mjög hæpið að þessi tilraun gæti heppnast; væri heili tekinn úr ketti og hundsheili settur í staðinn myndi kötturinn væntanlega bara drepast og ekki gefa frá sér eitt einasta hljóð. Ef maður gefur sér aftur á móti að þetta sé mögulegt og að hundsheilinn sé rétt tengdur við öndunarfæri kattarins þá þykir mér mun sennilegra að hann gefi frá sér hljóð sem líkist einhvers konar mjálmi.

Vissulega er það heilinn sem gefur skipanir um hvernig þrýsta eigi lofti út um lungun, hvernig munnurinn hreyfist og svo framvegis. En hljóðið mótast líka að miklu leyti af lögun öndunarfæranna svo ólíklegt er að öndunarfæri katta hreinlega bjóði upp á myndun gelts, hvað svo sem kötturinn reyndi. Þetta eru auðvitað allt vangaveltur þar sem tilraunin hefur ekki verið gerð í raunveruleikanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...