Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Svavar Sigmundsson

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:
Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú 'kvos, dalur eða dæld' (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).

Kjós í mynni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum stendur undir nafni sem þröng vík. Nú merkir orðið kjós 'kvos, dalur eða dæld'.

Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos 'þröngur dalur' eða 'laut' (Norsk stadnamnleksikon, 183).

Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
  • Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 4. 5. 2016)

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

12.5.2016

Spyrjandi

Viðar Þorgeirsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2016. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71701.

Svavar Sigmundsson. (2016, 12. maí). Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71701

Svavar Sigmundsson. „Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2016. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71701>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?
Upprunlega hljóðaði spurningin svona:

Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir nú 'kvos, dalur eða dæld' (Íslensk orðabók, 778; Ásgeir Blöndal Magnússon, 468).

Kjós í mynni Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum stendur undir nafni sem þröng vík. Nú merkir orðið kjós 'kvos, dalur eða dæld'.

Í Troms og víðar í Norður-Noregi merkir orðið kjos 'þröngur dalur' eða 'laut' (Norsk stadnamnleksikon, 183).

Auk Kjósar í Kjósarsýslu og í Skaftafellssýslu kemur nafnliðurinn meðal annars fyrir í örnefnum á Snæfellsnesi, í Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (Íslandsatlas).

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Íslandsatlas. Fimmta prentun endurskoðuð. Reykjavík 2015.
  • Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri: Mörður Árnason. 3. prentun. Reykjavík 2005.
  • Norsk stadnamnleksikon. Jørn Sandnes og Ola Stemshaug (útg.). Oslo 1976.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 4. 5. 2016)

...