Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Eiríkur Rögnvaldsson

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tveggja hljóða, önghljóðsins (eða nálgunarhljóðsins) j [j] og sérhljóðsins e [ɛ]. Björn Guðfinnsson (1946:67) taldi þó að „á ákveðnum hljóðsvæðum“ væri stundum um tvíhljóð að ræða, [ɪɛ].

Það er óhætt að fullyrða að í öllum venjulegum framburði íslensks nútímamáls sé é samband tveggja hljóða, samhljóðs og sérhljóðs, en hvorki einhljóð né tvíhljóð.

Magnús Pétursson, sem manna mest hefur rannsakað hljóðfræði íslensks nútímamáls, segir í hljóðfræðikennslubók sinni (1976:44): „Hljóð það, sem stafsett er é, verður skoðað sem j+e og kemur því ekki til álita sem tvíhljóð“. Í nýrri bókum um íslenska hljóðfræði er hvergi gert ráð fyrir é sem tvíhljóði (sjá til dæmis Kristján Árnason 2005:145, 338 og víðar).

Það er því óhætt að fullyrða að í öllum venjulegum framburði íslensks nútímamáls sé é samband tveggja hljóða, samhljóðs og sérhljóðs, en hvorki einhljóð né tvíhljóð. Það er hljóðritað [jɛ].

Heimildir:
  • Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F.
  • Kristján Árnason. 2005. Hljóð. Íslensk tunga I. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
  • Magnús Pétursson. 1976. Drög að almennri og íslenskri hljóðfræði. Ritröð Kennaraháskóla Íslands og Iðunnar, I. Reykjavík: Iðunn.
  • Stefán Karlsson. 2000. Tungan. Í: Stafkrókar, bls. 19-75. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð í íslensku og velti fyrir mér hvort é sé tvíhljóð eða einhljóð?

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

15.3.2017

Spyrjandi

Karólína Mist Stefánsdóttir, f. 2002

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73652.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2017, 15. mars). Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73652

Eiríkur Rögnvaldsson. „Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73652>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?
Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tveggja hljóða, önghljóðsins (eða nálgunarhljóðsins) j [j] og sérhljóðsins e [ɛ]. Björn Guðfinnsson (1946:67) taldi þó að „á ákveðnum hljóðsvæðum“ væri stundum um tvíhljóð að ræða, [ɪɛ].

Það er óhætt að fullyrða að í öllum venjulegum framburði íslensks nútímamáls sé é samband tveggja hljóða, samhljóðs og sérhljóðs, en hvorki einhljóð né tvíhljóð.

Magnús Pétursson, sem manna mest hefur rannsakað hljóðfræði íslensks nútímamáls, segir í hljóðfræðikennslubók sinni (1976:44): „Hljóð það, sem stafsett er é, verður skoðað sem j+e og kemur því ekki til álita sem tvíhljóð“. Í nýrri bókum um íslenska hljóðfræði er hvergi gert ráð fyrir é sem tvíhljóði (sjá til dæmis Kristján Árnason 2005:145, 338 og víðar).

Það er því óhætt að fullyrða að í öllum venjulegum framburði íslensks nútímamáls sé é samband tveggja hljóða, samhljóðs og sérhljóðs, en hvorki einhljóð né tvíhljóð. Það er hljóðritað [jɛ].

Heimildir:
  • Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F.
  • Kristján Árnason. 2005. Hljóð. Íslensk tunga I. Reykjavík: Almenna bókafélagið.
  • Magnús Pétursson. 1976. Drög að almennri og íslenskri hljóðfræði. Ritröð Kennaraháskóla Íslands og Iðunnar, I. Reykjavík: Iðunn.
  • Stefán Karlsson. 2000. Tungan. Í: Stafkrókar, bls. 19-75. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð í íslensku og velti fyrir mér hvort é sé tvíhljóð eða einhljóð?

...