Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 41 svör fundust

Hvað er innkirtlakerfi?

Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...

Nánar

Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?

Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...

Nánar

Hvaða efni er EPO?

EPO er skammstöfun á enska orðinu erythropoietin og hefur verið þýtt sem rauðkornavaki á íslensku. Það er hormón myndað í nýrum og berst frá þeim með blóðrás til blóðmergs (rauðs beinmergs) og örvar myndun rauðkorna. Myndun rauðkornavaka er háð súrefnismagni blóðs sem fer bæði eftir súrefnismagni andrúmslofts og f...

Nánar

Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?

Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín. Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsst...

Nánar

Af hverju getum við ekki andað í vatni?

Öndunarfæri okkar, sem kallast lungu, hafa þróast til að vinna súrefni úr andrúmsloftinu. Lungun eru svampkenndur poki með flókinni innri byggingu og þau eru staðsett í brjóstholinu. Lungun samanstanda af barka sem gengur inn í þau, barkinn greinist síðan niður í berkjur og þær greinast ennfrekar niður í lungunum ...

Nánar

Er það satt að fólk pissi á hákarlakjöt á einhverju stigi vinnslunnar?

Því er stundum haldið fram menn verki kæstan hákarl með því einfaldlega að míga á hann. Sennilega sprettur þessi flökkusaga af þeirri sérstöku ammoníaklykt sem fylgir hákarlinum. Það er hins vegar mikill misskilningur að hland af mannavöldum komi þarna eitthvað við sögu. Hákarlar innihalda töluvert þvagefni frá ná...

Nánar

Hvernig flyst koltvíoxíð frá vefjum til lungna?

Hér er einnig svar við spurningunni:Hvernig flyst koltvíoxíð með blóði til öndunarfæra? CO2 eða koltvíoxíð er lokaafurð í efnaskiptum vefja. Þetta efni myndast við bruna í frumum (sjá svar sama höfundar um innri öndun) og berst með einföldu flæði frá frumunum sem mynda það í blóðið í nálægum æðum, það er að segja...

Nánar

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

Nánar

Hákarl sem veiðist við Ísland er sagður vera eitraður sé hann etinn ferskur, en erlendis borða menn hákarl ferskan. Hvernig stendur á þessu?

Ólíkt mörgum öðrum hryggdýrum hafa hákarlar ekkert þvagkerfi. Þvagefnið (urea) streymir þess vegna úr vefjum og blóðrás dýrsins með osmósu. Þessi leið til að losa þvagefni úr líkamanum kom snemma fram í þróunarsögunni og ber vitni um það hversu frumstæð dýr hákarlar eru, enda hafa þeir verið í nokkurn veginn óbrey...

Nánar

Hvað er hjartahringur?

Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...

Nánar

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?

Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi. Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverf...

Nánar

Fleiri niðurstöður