Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 491 svör fundust

Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?

Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hra...

Nánar

Af hverju er fyrsti apríl svona merkilegur?

Það er gömul hefð að halda upp á 1. apríl á einhvern hátt, til dæmis með því að hrekkja og gabba fólk. Á miðöldum var haldið upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars og 1. apríl var þá síðasti og áttundi dagurinn í þeim hátíðahöldum. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkilegar hátíðir í átta daga. Hægt er að lesa meira ...

Nánar

Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?

Þessu ræður tvennt:Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðra...

Nánar

Hvar er landið Moldóva?

Eitt af ríkjum Sovétríkjanna hét Moldavía, eða öllu heldur Sovétlýðveldið Moldavía. En þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 lýsti þetta ríki yfir sjálfstæði og tók upp nafnið Moldóva. *** Moldóva liggur að mestu leyti á milli ánna Prut og Dnjestr sem renna í Svartahaf. Landið liggur að Rúmeníu til v...

Nánar

Hvað er að vera alveg kexruglaður?

Samkvæmt orðabókinni okkar er slanguryrðið kexruglaður notað um þá sem eru 'alveg ruglaðir', 'geðveikir' eða 'í vímu'. Ekki er víst að allir sjái í hendi sér hvernig orðið kex gerir ruglað fólk alveg snarruglað og geðveikt; örugglega finnst sumum að slík orðanotkun sé út í hött og baki eintóm vandræði. En þ...

Nánar

Hvað gerir félagsmálafræðingur?

Félagsmálafræðingur sem starfsheiti er ekki þekkt eða formlega viðurkennt sem slíkt. Líklegast er að hér sé verið að blanda saman nokkrum viðurkenndum starfsheitum fræðigreina, til dæmis félagsfræðingi, félagsráðgjafa og stjórnmálafræðingi. Hins vegar má hugsa sér að einhver sem hefur lært almenn samfélagsfræð...

Nánar

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf kref...

Nánar

Hvenær kemur Guð aftur til jarðar?

Það er trú kristinna manna að Jesús muni koma aftur "til að dæma lifendur og dauða" eins og segir í trúarjátningunni. Það merkir að við trúum því að Guð muni láta vilja sinn með heiminn verða að lokum, láta allar bænirnar í Faðirvorinu rætast. Jesús er sá sem uppfyllti í sínu lífi allan Guðs vilja og gerði það fyr...

Nánar

Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?

Já, spyrjandi á kollgátuna. Ef möndulhallinn væri enginn þá væru engar árstíðir og sólargangur væri eins alla daga ársins. Þess vegna er líka yfirleitt sagt að möndulhallinn sé meginorsök árstíðaskiptanna en auðvitað má líka segja að möndulsnúningurinn þurfi að vera fyrir hendi. Þó að möndullinn hallaðist ekki ...

Nánar

Hvað voru Tvíburaturnarnir stórir að flatarmáli hvor um sig?

Á vefsíðu Júlíusar Sólnes prófessors í byggingarverkfræði er að finna fróðlega röð af glærum um Tvíburaturnana í World Trade Center og afdrif þeirra. Júlíus tók þetta efni saman vegna fyrirlestrar sem hann flutti um þetta í októberbyrjun og varð svo fjölsóttur að margir urðu frá að hverfa og lesturinn var endurtek...

Nánar

Er hægt að fjarlægja ör án skurðaðgerðar?

Örvef er ekki hægt að fjarlægja en það er hægt að lagfæra ör með leysigeislameðferð. Ef roði er til staðar hverfur hann við slíka meðferð og örið hvítnar. Ef örið er ofholdgað þá hefur ljósgeislinn þau áhrif að örvefurinn mýkist, húðin þynnist og verður sléttari. Húðin dregur sig líka örlítið saman svo örið minnk...

Nánar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

Nánar

Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?

Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring. Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en ei...

Nánar

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...

Nánar

Fleiri niðurstöður