Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 232 svör fundust

Hvaðan kemur orðið úr í merkingunni klukka?

Orðið úr í merkingunni ‘lítil klukka’ er tökuorð í íslensku og þekkist í málinu frá því á 18. öld. Hingað er orðið sennilegast komið úr dönsku ur sem þegið hefur það úr miðlágþýsku ūr, ūre ‘úr; klukkustund’ eða miðhollensku ūre í sömu merkingu. Í háþýsku í dag er notað orðið Uhr sem einnig var teki...

Nánar

Af hverju heita vísindi þessu nafni?

Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...

Nánar

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku? - Myndband

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

Nánar

Er himnaríki til?

Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...

Nánar

Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Landfræðilega er Mexíkó hluti Norður-Ameríku, en menningarlega á Mexíkó þó margt sameiginlegt með löndum Suður-Ameríku. Samkvæmt hefð er þurrlendi jarðar skipt í sjö meginlönd eins og lesa má í svari EMB við spurningunni Hvað eru heimsálfurnar margar? og fylgja heimsálfurnar þeirri skiptingu. Í svari við spur...

Nánar

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

Nánar

Er til algild fegurð?

Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...

Nánar

Hvað er karlmennska?

Íslensk orðabók segir karlmennsku vera „manndómur, hreysti, dugnaður, hugrekki“. Og nógu áhugavert að þetta er kvenkynsorð. En því er ekki auðsvarað hvað átt sé við með hugtakinu karlmennska. Það getur auðvitað verið upptalning á jákvæðum eiginleikum eins og orðabókin gerir. Þá vaknar spurningin hvort karlmennska ...

Nánar

Hvað er eþos?

Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans. Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars v...

Nánar

Er Guð karl eða kona?

Hægt er að hugsa sér Guð sem karl eða konu, eða hvað sem okkur virðist Guð vera. Fólk sér Guð á ólíkan hátt til að auka skilning sinn á hvað Guð er. Þegar við segjum eða skrifum að Guð sé karl eða kona, þá erum við að mynda okkur skoðun sem við getum ekki sannað. Betra er að gera Guð að því sem þú vilt, ef það...

Nánar

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

Nánar

Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?

Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...

Nánar

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli? Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðe...

Nánar

Fleiri niðurstöður