Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 138 svör fundust

Á hvaða snoðir komast menn?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er orðið "snoðir" í samhenginu "að komast á snoðir um eitthvað" komið og hvað merkir það? Nafnorðið snoðir, sem notað er í kvenkyni fleirtölu, þekkist allt frá 18. öld í merkingunni ‘ávæningur, pati, leynilegar menjar einhvers’. Orðasambandið að komast á snoð...

Nánar

Af hverju rotast maður við höfuðhögg?

Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...

Nánar

Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?

Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...

Nánar

Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?

Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...

Nánar

Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?

Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum k...

Nánar

Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Skynjun er gífurlega flókið og viðamikið ferli, svo flókið að ómögulegt er að gera grein fyrir því öllu í litlu svari sem þessu. Hér verður því aðallega fyrsta skrefinu, það er hvernig skynfærin taka við umhverfisáreitum, lýst í stuttu máli. Sjónskyn Flestir geta verið sammála um að sjónskynið sé mikilvægast...

Nánar

Er íslenska sauðkindin vörn Íslands fyrir moskítóflugum?

Á Íslandi eru ekki moskítóflugur. Ein tegund fannst í flugvél á Keflavíkurflugvelli sumarið 1986 þegar hún var að koma frá Nassaquaq á Grænlandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Þetta var tegundin Aedes nigripes. Í svari sem ég skrifaði fyrir Vísindavefinn við spurningunni Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Ísl...

Nánar

Hvort er meira af beini eða brjóski í nefinu?

Ytri hluti nefs eða sá hluti þess sem skagar út í loftið er bæði gerður úr beini og brjóski. Beinhlutinn er harður og samanstendur aðeins af tveimur smágerðum nefbeinum ofarlega sitt hvoru megin við miðlínu nefs að framanverðu. Að öðru leyti er nefið úr brjóski sem tekur við af nefbeinunum að framan. Brjóskhlutinn...

Nánar

Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?

Kanínum er eðlislægt að verja hreiður sitt í náttúrunni. Þar er þeirra uppeldisaðferð að láta ungana sem mest í friði og halda þær sig helst í ákveðinni fjarlægð frá hreiðrinu, koma þar við einu sinni á sólarhring, að nóttu til og gefa ungunum af spena. Það tekur aðeins 3-4 mínútur og síðan hverfa kanínurnar aftur...

Nánar

Getur verið að einstaklingur með eðlilegt bragðskyn finni enga lykt?

Með bragðskyninu greinum við eingöngu súrt, salt, sætt og beiskt. Það bragð (flavour) sem við finnum af mat eða drykk er hins vegar samspil bragðskyns, það er að segja þess sem við skynjum með tungunni (taste), og lyktar. Þegar lyktarskynið dofnar, til dæmis þegar við erum kvefuð, bragðast matur þess vegna öðruvís...

Nánar

Þarf maður að borga nefskatt ef maður er ekki með nef?

Ekki er við hæfi að gefa spyrjanda sem spyr slíkrar spurningar langt nef. Ritstjórn Vísindavefsins fór á stúfana og rak fyrst inn nefið hjá lögfræðisviði Vísindavefsins -- enda um háalvarlegt lögfræðilegt álitamál að ræða. Þar stungu lögfróðir saman nefjum og við fyrstu sýn leit út fyrir að menn vissu lengra sí...

Nánar

Hafa samsætur frumefna sömu efna- og eðlisfræðilegu eiginleika?

Upprunalega spurningin var: Eru til samsætur sem eru þannig að efnið verður allt öðruvísi þegar það bætast við nokkrar nifteindir eða ef efnið missir nokkrar nifteindir? Hvert frumefni (e. element) samanstendur af einni gerð frumeinda (e. atoms), það er frumeindum með sama fjölda róteinda (e. protons) í kja...

Nánar

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Ind...

Nánar

Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?

Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...

Nánar

Fleiri niðurstöður