Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 361 svör fundust

Hver er munurinn á mag. jur. og ML í lögfræði?

Með mag. jur. og ML í lögfræði er átt við meistarapróf í lögfræði, en bæði hugtökin koma úr latínu. Mag. jur. stendur fyrir magister juris, en magister þýðir meistari og juris er eignarfall eintölu orðsins ius, sem merkir réttur eða lög. Á Íslandi er mag. jur. notað um nemendur sem brautskrást með meistarapróf í ...

Nánar

Hvenær og hvernig myndaðist Mælifell á Snæfellsnesi?

Mælifell mun vera svokallaður líparítgúll, myndaður í eldgosi seint á ísöld. Bergkvikan var svo seig að hún hlóðst upp yfir gosopinu en rann ekki í burtu sem hraun. Mælifell er samsett úr tveimur kvikugerðum, ljósari og dekkri. Ljósari gerðin myndar meginhluta fjallsins, og í henni eru flygsur af hinni dekkri,...

Nánar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

Nánar

Hvað er Þanghaf og hvar er það?

Þanghafið nefnist einnig Sargassóhaf. Það dregur nafn sitt af lausu sargassóþangi sem flýtur um hafið í miklum breiðum. Þanghafið er hluti af Atlantshafi. Það er fyrir vestan Asoreyjar og nálægt Bermúda-eyjum, á mótum Golfstraumsins og Norðurmiðbaugsstraumsins. Hér sést Þanghafið á korti. Það voru líklega po...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?

Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...

Nánar

Hver var Kurt Martin Hahn og hvert var hans framlag til skólamála?

Þýska skólamanninum Kurt Martin Hahn hefði ekki líkað við þá óvirku athöfn að glápa á síður veraldarvefsins í tíma og ótíma. Hann vildi að ungt fólk væri virkt, skapandi og áræðið. Hahn fæddist í Berlín 5. júní 1886. Hann var þýskur gyðingur, undir sterkum áhrifum af Ríkinu eftir Platon og hafði mikil áhrif á skól...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Perú?

Perú liggur að strönd Kyrrahafsins í norð-vesturhluta Suður-Ameríku. Perú á landamæri að Ekvador í norð-vestur, Kólumbíu í norð-austur, Brasilíu í austur, Bólivíu í suð-austur og Chíle í suður. Perú er 1.285.216 ferkílómetrar (km2) að flatarmáli og áætlað er að íbúafjöldi landsins árið 2005 séu rúmlega 27.925....

Nánar

Hvað hétu örlaganornirnar í norrænni goðafræði?

Örlaganornirnar þrjár, eða skapanornirnar, heita Urður, Verðandi og Skuld. Urður er norn fortíðar og elst af þeim öllum. Nafn hennar merkir "það sem orðið er". Verðandi, "hin líðandi stund", er norn nútímans og Skuld, "það sem skal gerast" (samstofna sögninni "að skulu"), er norn framtíðar. Samkvæmt norrænn...

Nánar

Hvar búa dvergmörgæsir?

Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'. Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa ...

Nánar

Hver voru systkini Seifs?

Seifur var yngstur sex systkina. Hin fimm voru Hera kona Seifs en hún var drottning himinsins og verndari hjónabandsins og kvenna, Póseidon sem var sjávarguð Grikkja, Hades guð undirheima, Demetra gyðja akuryrkju og móðurgyðja Grikkja og Hestía sem var heimilisgyðja en hún var lítið dýrkuð í Grikklandi. Seifur o...

Nánar

Hvernig er best að kenna íslenska málfræði?

Áður en þessari spurningu er svarað þarf fyrst að átta sig á því hvað á að kenna og til hvers. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er markmið íslenskukennslu meðal annars að „fræða um mál og bókmenntir og ... efla færni í málnotkun“ og svipað á við um framhaldsskólann. Spurningin er þá hvernig málfræðikennsla tengist ...

Nánar

Eru sögulegar skáldsögur heppilegt kennsluefni í grunnskóla?

Söguleg skáldsaga sem nemendur skilja og jafnvel skemmta sér yfir er áreiðanlega gott kennsluefni í grunnskóla. Söguleg skáldsaga sem nemendur ná ekki taki á og verður þeim ekki gefandi umhugsunarefni, er óheppilegt kennsluefni. Að þessu leyti eru sögulegar skáldsögur eins og aðrar bókmenntir sem nemendum eru feng...

Nánar

Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?

Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...

Nánar

Fleiri niðurstöður