Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 404 svör fundust

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...

Nánar

Hvað þýðir orðið 'shenu' sem mér skilst að sé úr egypsku?

Shenu og shen eru forn tákn sem meðal annars eru notuð í egypsku myndletri. Bæði orðin eru dregin af sögninni sheni sem merkir 'að umkringja' eða 'slá hring um'. Táknin sjálf eru reiplykkjur sem færðar hafa verið í stílinn; shen er hringlaga en shenu er líkara sporöskju. Stundum virðast þó orðin notuð um sama hlut...

Nánar

Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?

Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...

Nánar

Í hvaða heimsálfu er Rússland?

Rússland er eitt af fáum löndum í heiminum sem er í tveimur heimsálfum. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? eru mörkin milli Evrópu og Asíu yfirleitt talin liggja um Úralfjöll. Þannig lendir sá hluti Rússlands sem er vestan Úralfjalla í Evrópu en austu...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið Guttormur?

Ýmsar heimildir eru til um nafnið Guttorm. Í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson, segir að nafnið Guttormur komi fyrir í Landnámu, Egilssögu og fornbréfum. Í Landnámu kemur nafnið fyrir í 18. kafla. Þar segir frá því að synir Guttorms Sigurðssonar eru drepnir og í Egils sögu er minnst...

Nánar

Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?

Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...

Nánar

Hver er uppruni forskeytisins zim- í mannanöfnum í Evrópu?

Nöfn sem notuð eru í grannlöndum og hefjast á Zim- eru af fleiri en einum uppruna. Sum þeirra eru háþýsk, t.d. Zimmer, Zimmerle, Zimmerling, Zimmermann. Þar liggur að baki fornháþýskt orð, zimbar 'smíðaefni, hús, hýbýli', sem samsvarar íslenska orðinu timbur. Önnur eru af slavneskum uppruna eins og til dæmis Z...

Nánar

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

Nánar

Eru til staðir á Íslandi sem draga nöfn sín af rekavið?

Örnefnin Rekavík bak Látur og Rekavík bak Höfn í Norður-Ísafjarðarsýslu eru dæmi um örnefni dregin af rekavið. Rekavatn er á bænum Höfnum á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu. Rekaá er á Tjörnesi og Reki er örnefni í Öxarfirði. Þá er ekki ólíklegt að Bolungarvík tengist rekaviði, þar sem bolungur merkir ‚viðar...

Nánar

Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...

Nánar

Fleiri niðurstöður