Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 458 svör fundust

Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?

Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...

Nánar

Er hægt að rökstyðja allt?

Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson: Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar se...

Nánar

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

Nánar

Hvað eru líkindarök og þagnarrök í sagnfræði?

Þegar sagnfræðingur talar um líkindarök á hann við rök sem duga til að gera ályktun eða niðurstöðu sennilega, en þó ekki óyggjandi. Rök, sem eru meira en líkindarök, ættu eiginlega að fela í sér sönnun á niðurstöðunni. En sönnunarhugtakið vill verða loðið og vandmeðfarið í sagnfræði, þar sem venjulega þarf að líta...

Nánar

Hvað eru skynsamleg rök?

Með "rökum" er átt við röksemdafærslu, það er að settar eru fram ein eða fleiri fullyrðingar - sem kallaðar eru forsendur - og ályktun eða niðurstaða, sem fullyrt er á grundvelli forsendnanna. Með öðrum orðum, forsendurnar styðja niðurstöðuna, eða þeim er að minnsta kosti ætlað að styðja hana. Almennt má segja, að...

Nánar

Hverjar eru helstu rökvillurnar og hvernig er best að forðast þær?

Allt frá því að Aristóteles samdi ritið Spekirök (Sophistici elenchi) á 4. öld f.Kr. hefur tíðkast meðal rökfræðinga að gera grein fyrir helstu rökvillum. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega að kynna sér þær og gefa sér tíma til að fara vandlega yfir eigin röksemdafærslur. Það eru mar...

Nánar

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

Nánar

Hvað er blandað hagkerfi?

Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...

Nánar

Hvað er fornyrðislag?

Kvæði lík eddukvæðum eru til á ýmsum germönskum tungumálum, svo sem fornensku og fornháþýsku. Enn er deilt um aldur hinnar fornensku Bjólfskviðu og fornháþýsku Hildibrandskviðu en bæði kvæðin eru þó bersýnilega undir sama samgermanska bragarhættinum og norræn kvæði á borð við Völuspá og Atlakviðu. Þannig eru edduk...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?

Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...

Nánar

Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Skilgreiningin á greind hefur lengi verið umdeild. Til dæmis skilgreina menn greind ólíkt eftir því hvaða eiginleika þeir meta mest í fari annarra. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að greind sé ekkert annað en það sem greindarpróf mæla! Nokkur samstaða virðist þó vera um að greind feli í sér getu til a...

Nánar

Voru risaeðlur með heitt eða kalt blóð?

Í stað þess að tala um ‘heitt’ eða ‘kalt blóð’ nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þetta á til að mynda við um menn. Hitasveiflur hjá dýrum með misheitt blóð eru hins vegar...

Nánar

Hvað eru sleipurök?

Fótfesturökin Undirritaður hefur ekki rekist á íslenska orðið sleipurök áður en líklegt er að átt sé við tegund raka sem á ensku heitir slippery slope, og kallast yfirleitt fótfesturök á íslensku. Fótfesturök eru notuð til þess að vara einhvern við því að fallast á tiltekið atriði því þá þurfi sá hinn sami ...

Nánar

Fleiri niðurstöður