Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 51 svör fundust

Hvernig smitast maður af kláðamaur?

Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...

Nánar

Af hverju eru hokkískautar með kúpt skautablað?

Við erum auðvitað ekki sérfræðingar í skautaíþróttinni og getum aðeins tjáð okkur um eðlisfræðilegar hliðar málsins. Aðrir gætu svo ef til vill bætt einhverju við út frá öðrum sjónarhornum. Kúpt blöð hokkískauta auðvelda skautaranum að stöðva sig skyndilega. Þeir sem keppa í skautahlaupi þurfa að ná sem mestum ...

Nánar

Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?

Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...

Nánar

Hvernig skynjum við með húðinni?

Spyrjandi bætir við: Í hverju felst sálfræði húðskynjunar og eru einhverjir sérfræðingar hérna á Íslandi í þessari grein? Hvernig skilgreinir maður húðskynjun yfir höfuð? Flestum finnst húðskynjun vera það sjálfsögð að við veltum því ekki fyrir okkur hvernig lífið væri án hennar. Hvernig þætti okkur til dæmis ef...

Nánar

Hvað er sjálfsofnæmi?

Er hugsanlegt að fólk sé með sjálfsofnæmi? Sumir hafa ofnæmi fyrir aukaefnum í fatnaði og ýmsu fleiru, en stundum er eins og ekkert þurfi til. Ef sjálfsofnæmi er til, er þá nokkur lækning við því? Hvert á maður að snúa sér til að fá úr því skorið? Svarið er að sjálfsofnæmi er vissulega til og er talið vera ors...

Nánar

Af hverju fær maður blöðrur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...

Nánar

Hver eru helstu áhrif flúors á manninn?

Flúor sem frumefni er mjög hvarfgjarnt gulgrænt tærandi gas, en í náttúrunni er það yfirleitt bundið í steinefnum eins og til dæmis flúrspati (CaF2), krýólíti (Na3AlF6) eða sílíkötum. Vatnsefnisflúoríð eða HF er litlaus en lyktsterk gastegund sem myndar flúrsýru í vatni. Flúor er rafdrægasta frumefnið, þ.e. það ...

Nánar

Hvað ákveður nákvæmlega tónhæð hvers tóns?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju finnst okkur tvær nótur á nótnaborði sem heita sama nafni (t.d. c' og c'') hljóma eins og þær væru sama nótan? (Ólafur Heiðar Helgason, f. 1992) Hljóðbylgjur myndast þegar eitthvað, til að mynda tónkvísl sem sveiflast, kemur ögnum í andrúmsloftinu (eða öðru efni, svo ...

Nánar

Hvernig er lykt?

Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver óskö...

Nánar

Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við?

Það er mjög algeng og útbreidd hjátrú, einkum meðal kristinna manna, að banka (þrisvar) undir eða á viðarborð eða snerta tré. Um leið fara menn gjarnan með talnaþuluna 7 – 9 – 13, sem lesa má nánar um í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar? Þetta er ge...

Nánar

Hver er uppruni og merking þess að 'gefa einhverjum fingurinn'?

Sperrt langatöng og krepptur hnefi mynda saman eitt kunnasta móðgunartákn sem til er nú á dögum. Þótt fingurinn sé augljóst reðurtákn ætti skírskotunin í hulinn líkamspart út af fyrir sig ekki að móðga neinn eða reita til reiði; tilhugsunin um að önnur hver manneskja sé með typpi kemur fólki ekki úr jafnvægi á okk...

Nánar

Hvernig er HPV-smit greint og hverju skilar bólusetning gegn veirunni?

HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona[1] hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur um 200 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en um 15 tegundir þeirra geta leitt til þróunar á forstigsbreytingum og að lokum leghálskrabbamein...

Nánar

Er sjálfsfróun hættuleg?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvort eru það fleiri karlmenn eða konur sem fróa sér? Af hverju finnst sumum stelpum ógeðslegt að fróa sér? Af hverju stunda flestir unglingar sjálfsfróun? Með sjálfsfróun er átt við örvun kynfæra sem leiðir til kynferðislegrar ánægju (Greenberg, Bruess og Haffner, 2004). Hugt...

Nánar

Hvaða plöntur á Íslandi eru eitraðar?

Eitraðar stofuplöntur Varasamasta stofuplanta hér á landi er líklega nería (Nerium oleander). Hún getur verið banvæn og eru nánast allir hlutar plöntunnar eitraðir. Skyld henni er vinka (Vinca rosea eða Catharanthus roseus). Hún er líka eitruð en er jafnframt mikilvæg lækningaplanta: Úr henni eru unnin lyf sem ...

Nánar

Hvernig verkar þessi skynvilla?

Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...

Nánar

Fleiri niðurstöður