Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 225 svör fundust

Hver er stærsta eldstöðin á Íslandi?

Öræfajökull er talinn vera stærsta eldstöð Íslands, en rúmmál þess eldfjalls er um 70 rúmkílómetrar (km3). Hér er átt við rúmmál eldstöðvarinnar ofanjarðar, en að sjálfsögðu er mikill hluti eldstöðva neðanjarðar, svo sem aðfærslukerfi eldfjallsins (kvikuhólf, gígrásir og fleira). Það er einnig til að eldfjallið s...

Nánar

Er til íslensk hjátrú um norðurljós?

Ekki er mikið um íslenska hjátrú sem tengist norðurljósum. Þó eru einstaka dæmi um slíkt. Sagt er að mikil hreyfing norðurljósa og litbrigði viti á hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Einnig telja sumir að þegar norðurljós sjáist seint á vetri sé enn að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru ófriðarboð...

Nánar

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

Nánar

Hvað er vigursvið og hvað er mætti vigursviðs?

Flest höfum við hár á hausnum. Ef vel er að gáð sést að engin tvö hár deila sömu rótinni, að hvert þeirra stefnir í einhverja átt og hefur ákveðna lengd, og að stefna og lengd háranna breytist nokkuð jafnt og þétt. Hárgreiðsla er ekki eitt af orðunum sem fólki dettur í hug þegar það hugsar um stærðfræði, en þrátt ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Eyvindur G. Gunnarsson stundað?

Eyvindur G. Gunnarsson er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Auk þess hefur hann um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann er nú meðal annars stjórnarformaður Happdrættis Háskóla Íslands, formaður ráðgjafarnefndar Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna fjármálafyrirtæ...

Nánar

Hvað er megineldstöð?

Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...

Nánar

Hvað gerist ef þyngdarkraftur sólar hættir að virka?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni? segir: Ef sólin hyrfi skyndilega eða þyngdarkrafturinn frá henni þá mundu reikistjörnurnar hreyfast þaðan í frá eftir beinum línum með jöfnum hraða. Þessi tilhneiging þei...

Nánar

Verður mannslíkaminn breyttur árið 3500?

Framtíð mannanna hefur verið dálítið misjafnlega björt á undanförnum áratugum. Um tíma héldu ýmsir að mannkynið kynni að tortíma sjálfu sér með kjarnorkustyrjöldum en nú hafa flestir líklega ekki trú á því. Og þó að vel geti farið svo að mönnum verði á alvarleg mistök í umhverfismálum þurfa þau engan veginn að lei...

Nánar

Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?

Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir? Einn af ú...

Nánar

Hvernig elta menn vísitölu?

Við rekstur vísitölusjóða er í grófum dráttum reynt að elta vísitölu, það er láta vægi bréfa í einstökum fyrirtækjum í sjóðnum vera sem líkast vægi bréfa í vísitölunni. Ef sjóður gæti endurspeglað vísitölu fullkomlega, það er vægi eigna í sjóðnum væri ætíð nákvæmlega það sama og í vísitölunni, og enginn kostnaður ...

Nánar

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...

Nánar

Eru eða voru til íslenskir súrrealistar?

Þó að hugtakið súrrealismi nái yfir vítt svið og hann hafi látið að sér kveða í ýmsum greinum bókmennta og lista, svo sem ljóðum, skáldsögum og kvikmyndum, og haft áhrif einnig út fyrir þær, þar sem hann hefur meðal annars bæði þjóðfélagslega og siðferðilega skírskotun, þá er að sumu leyti auðveldara að festa á ho...

Nánar

Hvað búa margir í Ástralíu?

Í dag eru íbúar Ástralíu um 22 milljónir. Ástralía er sjötta stærsta land í heimi, um það bil 75 sinnum stærra en Ísland. Stærsti hluti landsins er eyðimörk. Flestir íbúanna, eða rúmlega 85%, búa við ströndina í suðaustur- og austurhluta landsins. Þar eru borgirnar Sydney, Melbourne, Adelaide, Brisbane og höfuðb...

Nánar

Fleiri niðurstöður