Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 205 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?

Spurningin öll hljóðaði svona: Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í þv...

category-iconUmhverfismál

Hvað er metýl-ísósýanat og hver eru áhrif þess á umhverfið?

Metýl-ísósýanat (CH3NCO), gjarnan skammstafað MIC (e. methyl isocyanate), er litlaus eldfimur vökvi sem gufar hratt upp þegar hann kemst í snertingu við loft. Efnið hefur sterka, einkennandi lykt og veldur bráðum eituráhrifum. Þegar metýl-ísósýanat kemst undir bert loft myndar það gas sem brotnar niður í andrú...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta einstaklingar gert eitthvað til að hjálpa umhverfinu og náttúrunni?

Það er mikilvægt að átta sig á því að við höfum áhrif á umhverfið á hverjum einasta degi. En við höfum val um hvers konar áhrif við viljum hafa. Við getum til dæmis verið meira meðvituð um þær vörur sem við kaupum. Hvar var varan búin til? Getum við valið vöru sem er framleidd nálægt okkur og þannig sparað elds...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kampaskottu?

Kampaskotta (Petrobius brevistylis), sem stundum er kölluð kampafló, er frekar frumstætt, vænglaust skordýr af ættbálki stökkskotta (Archaeognatha). Hún er eina tegund stökkskotta sem fundist hefur hér á landi en hún finnst í öllum landshlutum. Hún lifir einkum á grýttum svæðum í fjörukömbum og sjávarhömrum. Ka...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?

Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju eru geymar fyrir fljótandi köfnunarefni kringlóttir að lögun?

Hér mun vera átt við lögun geymslu- og flutningstanka fyrir fljótandi nitur (köfnunarefni, N2). Þessir tankar eru í meginatriðum byggðir eins og venjulegir hitabrúsar. Nitur-vökvinn er við hitann –196°C, svo að hitastigsmunur við umhverfið er um og yfir 200°C. Til að hægja á uppgufun vökvans þarf því að halda v...

category-iconUmhverfismál

Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?

Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?

Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef...

category-iconUmhverfismál

Hvort mengar umhverfið meira: Að sigla á fraktskipi eða fljúga flugvél yfir Atlantshafið?

Bruni eldsneytis veldur loftmengun þar sem hann myndar heilsuspillandi rykagnir og gastegundir ásamt gróðurhúsalofttegundum. Magn myndefnanna fer aðallega eftir magni eldsneytisins en einnig eftir eldsneytisgerð, í hvernig vél það er brennt, hvernig vélin er keyrð og við hvaða aðstæður. Fraktskip sem siglir ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?

Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta kolefnisjafnaðir bílar verið grænir og hvað er eiginlega Kolviður?

Kolviður er sjóður sem Skógræktarfélag Íslands og Landvernd stofnuðu. Hægt er að borga í sjóðinn og greiðslan er notuð til að gróðursetja tré. Þannig er kolefni bundið úr koltvíildi (CO2) andrúmsloftsins og með skógræktinni verður til súrefni. Á heimasíðu sjóðsins er reiknivél sem reiknar út hversu mörg tré þa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju skjálfa tennurnar og glamra þegar manni er kalt?

Blóð manna, eins og annarra spendýra er jafnheitt (e. endothermic). Það þýðir að litlar sveiflur verða á líkamshita okkar og honum er haldið sem næst 37°C. Hjá dýrum sem hafa misheitt blóð (e. exothermic) eru hitasveiflur hins vegar miklar. Þar getur líkamshitinn farið upp í 40°C og niður í aðeins fáeinar gráður. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Varmi berst með þrennum hætti frá hlut sem er heitari en umhverfið. Í fyrsta lagi verður svokölluð varmaleiðing (e. conduction) sem felst í því að frumeindir og sameindir efnisins kringum hlutinn taka að hreyfast örar en áður og þessi hreyfing eindanna breiðist smám saman út í allar áttir frá hlutnum. Í öðru lagi ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær og hvernig myndaðist Mælifell á Snæfellsnesi?

Mælifell mun vera svokallaður líparítgúll, myndaður í eldgosi seint á ísöld. Bergkvikan var svo seig að hún hlóðst upp yfir gosopinu en rann ekki í burtu sem hraun. Mælifell er samsett úr tveimur kvikugerðum, ljósari og dekkri. Ljósari gerðin myndar meginhluta fjallsins, og í henni eru flygsur af hinni dekkri,...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?

Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...

Fleiri niðurstöður