Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 30 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?

Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

category-iconHugvísindi

Hve lengi var haldið þing á Þórsnesi á Snæfellsnesi?

Meginheimildir um stofnun Þórsnesþings á Snæfellsnesi eru Landnámabók og Eyrbyggja saga. Þær eru hins vegar ekki óháðar heimildir þar sem líklegt þykir að Sturla Þórðarson (1214-1284) hafi stuðst við Eyrbyggja sögu í þeirri Landnámugerð sem við hann er kennd og er sú elsta þar sem segir frá Þórsnesþingi. Í þess...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var farið að halda uppboð á Íslandi og hvernig þróuðust þau?

Því miður eru rannsóknir á sögu uppboða á Íslandi af skornum skammti og því er ekki hægt að svara spurningunni án þess að gera grein fyrir því að saga þeirra sé að miklu leyti gloppótt eins og staðan er í dag. Svarið tekur því mið af yfirstandandi rannsókn minni þar sem áhersla er lögð á opinber uppboð á persónule...

category-iconHugvísindi

Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?

Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...

category-iconTrúarbrögð

Hvaðan kemur nafn dymbilviku?

Síðasta vikan fyrir páska hefur í tímans rás gengið undir ýmsum nöfnum. Þar á meðal eru dymbildagar, dymbildagavika, dymbildægur, dymbilvika, efsta vika, helga vika, helgu dagar, kyrravika, píningarvika og páskavika. Orðið dymbildagar finnst í rituðu máli frá því laust eftir 1300, en getur að sjálfsögðu verið m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?

Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...

category-iconHugvísindi

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Örtugadalur sem einnig er nefndur Örskotsteigadalur og hvaðan koma örnefnin?

Örskotsteigadalur eða Örtugadalur er lítið dalverpi sem gengur út úr Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Nafnið Örtugadalur er þekkt úr eldri heimild en Örskotsteigadalur, það er úr riti Árna Magnússonar Chorographica Islandica frá byrjun 18. aldar þar sem hann er að lýsa ýmsum reiðleiðum: „Oddrúnarbrekkur upp...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?

Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjaði Árni Magnússon að safna handritum?

Árni Magnússon var rétt að verða tvítugur þegar hann fór til náms við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1683. Hann lærði guðfræði næstu tvö árin, líkt og langflestir íslenskir nemendur, en var svo lánsamur vorið 1684 að hreppa starf sem aðstoðarmaður hins konunglega fornfræðings Tómasar Bartholíns, sem vantaði Ísl...

Fleiri niðurstöður