Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 151 svör fundust

category-iconLögfræði

Má flytja apa til Íslands? Ef svo er, hvar sækir maður um leyfi?

Um innflutning á dýrum gilda lög nr. 54/1990. Í 1. gr. er skilgreining á orðinu dýr en hún er svo hljóðandi:Dýr: Öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr, hryggleysingjar og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.Svo stendur í 2. gr. þessara laga skýrum stöfum:Óheimilt er að flytja til landsins hvers k...

category-iconLögfræði

Hvenær og af hverju var kannabis bannað á Íslandi? Eða eru engin lög sem banna það?

Með lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni er allur innflutningur, sala og meðferð kannabisefna bönnuð hér á landi. Ástæðurnar fyrir banni við kannabisefnum eru í reynd þær sömu og ástæður fyrir banni við öðrum fíkniefnum. Löggjafinn vill leitast við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnisins bæði á einstakli...

category-iconHeimspeki

Ef málfrelsi ríkir og allir mega tjá skoðanir sínar, má ég þá predika hið gagnstæða?

Hægt er að skilja þessa spurningu á tvo vegu: Annars vegar getur þetta verið spurning um hvort halda megi fram skoðunum sem eru andstæðar skoðunum annarra. Hins vegar getur spurningin verið um hvort leyfilegt sé að predika skoðun sem er gagnstæð málfrelsi, til dæmis þá skoðun að málfrelsi skuli skert eða afnumið. ...

category-iconLögfræði

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?

Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar ...

category-iconLögfræði

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?

Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og...

category-iconLögfræði

Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?

Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...

category-iconLögfræði

Er ólöglegt að kyssast á almannafæri og breytir það einhverju ef einstaklingar kyssast í sundi?

Hvergi er lagt blátt bann við því að kyssast á almannafæri, enda engin sérstök ástæða til þess. Nokkrar reglur fjalla þó um almennt velsæmi og hneykslan og má þar helst benda á 209. gr. almennra hegningarlaga: Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta flóðhestar lifað á Íslandi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Geta flóðhestar lifað á Íslandi? Ef svo er, er þá hægt að eiga þá svona eins og gæludýr? Sjálfsagt er hægt að halda flóðhest hér á landi við manngerðar aðstæður innandyra og hluta úr ári utandyra. Flóðhestar virðast að minnsta kosti þrífast ágætlega í dýragörðum víða um heim ...

category-iconLögfræði

Er nekt á almannafæri bönnuð með lögum?

Ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Í 209. grein hegningarlaga er að vísu að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til þess að brotið yrði fellt undir þetta ákvæði. Hins vegar er...

category-iconOrkumál

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif hafði kreppan mikla á Ísland og Íslendinga?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað gerðist í kreppunni á Íslandi árið 1929? Einnig hefur verið spurt:Kreppan mikla á Íslandi, hvaða áhrif hafði hún á heimili og atvinnulíf? Hvaða áhrif hafði kreppan (um 1930) á Ísland? Á fyrstu áratugum 20. aldar var Ísland komið í hóp þeirra landa sem mesta utanrí...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?

Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...

category-iconLögfræði

Er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að banna lögráða fólki að kaupa áfengi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru áfengislögin á Íslandi brot á stjórnarskrá landsins? Í lögunum er kveðið á um að ekki megi selja eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Á Íslandi er fólk lögráða 18 ára. Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mismuna fólki sem er orðið lögráða um...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...

Fleiri niðurstöður