Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 374 svör fundust

Hvað er gigt?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eiga allir gigtsjúkdómar sameiginlegt sem réttlætir að orðið gigt sé notað yfir þá alla? Það er að segja, hvað er gigt? Á heimasíðu Gigtarfélags Íslands er að finna eftirfarandi skilgreiningu á gigt: Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) vís...

Nánar

Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?

Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...

Nánar

Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...

Nánar

Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?

Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...

Nánar

Af hverju stafar flogaveiki? Er til varanleg lækning? Er hún ættgeng?

Starfsemi heilans er gríðarlega víðtæk og oft má tengja afmarkaða hluta heilans við vissa líkamsstarfsemi, svo sem meðvitund, umhverfisskynjun og vöðvahreyfingar. Á frumustigi eru þessir hlutar myndaðir af nánast óendanlegum fjölda taugabrauta sem tengja saman þessi ólíku starfssvæði og eru eins konar hraðbrautir ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?

Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og ...

Nánar

Einstaklingar hvaða dýrategundar eru líklegastir til að deyja úr elli?

Villt dýr deyja af ýmsum ástæðum, svo sem vegna sjúkdóma, hungursneyðar eða afráns. Afar fátítt er að þau deyji úr elli, enda er lífsbarátta þeirra hörð og óvægin. Þegar aldurinn færist yfir ráðandi karlljón er það yfirleitt hrakið á brott af yngra og sterkara karlljóni. Aðdragandinn að því er iðulega harður barda...

Nánar

Hvað er rafleysa í hjarta?

Rafleysa eða sláttarstöðvun (asystole) er það þegar að engin rafleiðni er í hjartanu og því enginn samdráttur í hjartavöðvum. Þá getur hjartað ekki dælt blóði. Þetta er því hjartastopp sem sést á hjartalínuriti (EKG) sem flöt lína. Rafleysa getur komið í kjölfar sleglatifs (ventricular fibrillation) og er það ...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör marsmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Tala kindur fjármál? Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld? Hvernig smitast bólusótt og hver eru helstu sjúkdómseinkenni hennar? Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einst...

Nánar

Hvernig barst riðuveiki til Íslands?

Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var hingað frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan hinum enska hrúti, sem var af nýju og spennandi kyni. Veikin virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 7...

Nánar

Hver eru einkenni lungnabólgu?

Lungnabólga er bólga í lungnavef. Orsakir hennar er örverur (veirur, bakteríur, sveppir og sníkjudýr) eða ertandi (eitur)efni, það er magainnihald sem fer niður í lungun, eða eitraðar gastegundir sem andað er að sér. Lungnabólga er mjög algengur sjúkdómur. Rúmlega helmingur lungnabólgutilfella er af völdum bak...

Nánar

Hví eru sumir geðveikir? Hvað gerir fólk geðveikt?

Fjallað er um geðveiki í svari Heiðdísar Valdimarsdóttur við spurningunni Hvað er geðveiki? Þar kemur fram að þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Um ástæður ...

Nánar

Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?

Þeir alvarlegu sjúkdómar sem eru algengastir í þróunarlöndunum eru bakteríusjúkdómar eins og berklar, magaveiki og heilahimnubólga. Einn alvarlegasti heilbrigðisvandinn víða í Afríku er þó alnæmi sem breiðist mjög hratt út. Auk þess eru mislingar og malaría víða vandamál. Flestir þessara sjúkdóma finnast einnig...

Nánar

Hvað er faraldsfræði?

Til eru margar skilgreiningar á faraldsfræði, en þær eru flestar svipaðar að innihaldi. Eftirfarandi skilgreiningu er að finna í faraldsfræðiorðabók Last (1995): Með faraldsfræði er átt við rannsóknir á dreifingu og áhrifaþáttum ástands eða fyrirbæra er varða heilbrigði í tilteknum þýðum. Jafnframt fæst hún við ...

Nánar

Fleiri niðurstöður