Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 257 svör fundust
Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?
Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...
Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?
Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt! Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...
Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?
Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...
Hvað getið þið sagt mér um Brennisteinsfjöll?
Ein megingosrein þessa kerfis liggur um Brennisteinsfjöll og kallast Brennisteinsfjallarein. Hún er með suðvestur-norðaustur stefnu og um 45 kílómetra löng, sjá mynd 1. Gosstöðvar ná yfir syðstu 33 kílómetrana. Suðurmörk reinarinnar eru við Geitahlíð, um tvo kílómetra frá sjó, og norðurmörkin norður undir Borgarhó...
Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?
Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...
Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?
Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:fjármunabrotmanndráp og líkamsmeiðingarkynferðisbrotfíkn...
Hvenær geisuðu Skaftáreldarnir?
Skaftáreldar eru með frægustu eldgosum á Íslandi. Þann 8. júní 1783 hófst gos í Lakagígum í Vestur-Skaftafellssýslu og stóð það fram í febrúar 1784. Í þessu gosi kom upp mesta hraun sem runnið hefur í einu gosi á jörðinni síðasta árþúsundið. Heildarrúmál hraunsins er um 12 km3 og flatarmál þess 580 km2. Gosinu ...
Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?
Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...
Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er ölvun á almannafæri bönnuð á Íslandi, hvað felst í því? Getur maður sem dettur í það á bar ekki labbað heim án þess að brjóta lögin?Um þetta er fjallað í 21. gr. áfengislaga nr. 75/1998: Hver sá sem sökum ölvunar veldur óspektum, hættu eða hneyksli á almannafæri, opinberu...
Hvað er „supernova“?
Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...
Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?
Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...
Hvers vegna var Demókrítos kallaður heimspekingurinn hlæjandi? Það væri mjög þægilegt ef svarið gæti verið komið fyrir helgi.
Í fornöld myndaðist ákveðin hefð fyrir því að tengja heimspekinginn Demókrítos við hlátur. Þannig kemur Demókrítos til að mynda fyrir í háðsádeilunni Sölu heimspekinganna eftir Lúkíanos, þar sem Seifur og Hermes standa fyrir uppboði á heimspekingum. Þegar einn hugsanlegra kaupenda á uppboðinu spyr hann hvers vegna...
Hvaða dýr sér best?
Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal ...