Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 562 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru eineggja tvíburar alltaf alveg eins?

Tvíburar eru af tveimur megingerðum, eineggja eða tvíeggja. Tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og bæði leiða af sér fósturvísa. Eineggja tvíburar koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa. Þannig eru eineggja tvíburar alltaf af sama kyni meðan tvíeggja tvíburar geta ve...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru brautir plánetanna samhliða eins og sett er fram í öllum bókum og bíómyndum? Er engin braut sem fer þvert á hinar?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hvalir með langa þarma?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?

Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?

Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna brakar í háspennulínum?

Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?

Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um munnangur og er til lækning við því?

Munnangur er sár í munni og getur ýmist verið um einstakt, afmarkað tilfelli að ræða eða sár sem kemur aftur æ ofan í æ. Hér verður fjallað um síendurtekin tilfelli af munnangri. Frekari umfjöllun um munnangur má finna á doktor.is. Orsakir munnangurs eða munnsára sem koma aftur og aftur geta verið fjölmargar. M...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?

Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...

category-iconHugvísindi

Er rétt að nota orðið umhverfisvænn?

Í lengri gerð spurningarinnar velti spyrjandinn því meðal annars fyrir sér hvort orðið umhverfisvænn merkti að umhverfið batnaði ef notaður væri umhverfisvænn klósettpappír, umhverfisvænir bílar og svo framvegis. Stundum væri jafnvel talað um umhverfisvænar borgir og umhverfisvæn álver en hvernig gæti til dæmis bo...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða kenningu um alheiminn hélt Gíordanó Brúnó fyrstur fram?

Heimspekingurinn Gíordanó Brúnó (1548–1600) hélt fyrstur manna að því er vitað er fram þeirri stórkostlegu kenningu að önnur sólkerfi væru til en okkar eigið: stjörnurnar væru sólir sem umhverfis sveimuðu jarðhnettir eins og okkar eina jörð. Brúnó er einnig talinn merkur hugsuður fyrir kenningar sínar um óenda...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að framleiða rafmagn með hljóðbylgjum? Ef svo er, hvers vegna nýtum við okkur það ekki?

Svarið við spurningunni er einfalt: Það er mögulegt að framleiða rafmagn með hljóðbylgjum, og við nýtum okkur það meira en ef til vill er augljóst við fyrstu sýn. Við þekkjum vel að nota má rafmagn til að framleiða hljóð og þeir sem hafa verið nægilega framtakssamir til að skrúfa í sundur hátalara vita að það er t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?

Langreyður (Balaenoptera physalus) er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði (Balaenoptera musculus). Fullorðinn langreyðartarfur getur vegið rúmlega 50 tonn og mælst rúmlega 18 metrar á lengd. Langreyðurin syndir hraðast allra reyðarhvala og er talin geta náð um 30 km hraða enda er hún nokkuð straumlínulaga...

Fleiri niðurstöður