Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 336 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?

Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktors...

category-iconHeimspeki

Hvað er smættarkenning?

Smættun (e. reduction) er þegar hugtak eða kenning er skýrð eða skilgreind með öðru hugtaki eða kenningu sem er talin liggja henni til grundvallar. Tæmandi grein er gerð fyrir lögmálum á einu sviði með lögmálum á öðru sviði eða ákveðnum hlut eða fyrirbæri lýst sem fyrirbæri á öðru sviði. Dæmi um setningar sem fela...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig hefur fiskur komist í stöðuvötn eins og Hraunsvatn í Öxnadal þar sem ekkert afrennsli er ofanjarðar?

Nokkrar kenningar eru uppi um þetta en líklegast er að fiskur hafi verið í ánni sem rann um dalinn áður en vatnið myndaðist við berghlaup eftir að ísöld lauk. Hann hafi þá lokast af í vatninu. Þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal ,,þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla". Þessir hólar sem...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver eru sérsvið afbrotafræðinnar?

Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrotafræðin er vísindaleg rannsókn á afbrotum, afbrotahegðan og viðurlögum. Mikilvægt einkenni afbrotafræðinnar er þverfaglegt eðli hennar. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum vi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?

Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex mikið af hárum í eyrum á gömlum körlum?

Það er ekki algilt að eyru eldri karlmanna séu loðin, en þó nokkuð algengt þar sem um þrír fjórðu karla fá löng hár á eyrun. Reyndar hafa allir, bæði konur og karlar, hár á eyrnablöðkunum og inni í hlustunum, þótt í flestum tilfellum sjáist þau ekki. Hár á eyrum hreinsa loft á leið þess inn í þau. Þannig koma þau ...

category-iconTrúarbrögð

Er líf eftir dauðann?

Ef þessari spurningu væri beint til raunvísindamanns mundi hann segja að hvorki hefði tekist að sanna né afsanna fullyrðingu um að líf væri eftir dauðann. Afdráttarlaus fullyrðing á annan hvorn veginn væri þess vegna utan við þekkingu vísindanna, að minnsta kosti að svo stöddu. Margir raunvísindamenn mundu síðan l...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband

Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er strengjafræði?

Strengjafræði er kenning í eðlisfræði sem byggir á grunni skammtafræði og skammtasviðsfræði en á sér einnig rætur í almennu afstæðiskenningunni. Nafnið dregur kenningin af því að hún lítur á smæstu einingar efnisheimsins ekki sem punktlaga agnir heldur sem örsmáa einvíða strengi. Í svari við spurningunni Hverni...

category-iconSálfræði

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...

category-iconHeimspeki

Hvaða heimspekingur sagði að við getum ekki stigið tvisvar í sama lækinn?

Þessi heimspekingur hét Herakleitos eða Heraklítos og var frá borginni Efesos á vesturströnd Litlu-Asíu, skammt norðan við Míletos sem var mikil miðstöð mannlífs og fræða á þessum tíma. Efesos kemur talsvert við sögu í Nýja testamentinu og er núna fjölsóttur ferðamannastaður því að fornar leifar hennar hafa varðve...

category-iconHeimspeki

Hver var Hegel og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) má heita einn áhrifamesti og umdeildasti hugsuður allra tíma. Heimspeki hans var ætlað að gera kerfisbundna grein fyrir bókstaflega öllu í veruleikanum og framvindu hans. Hugsun Hegels stendur í rökréttu framhaldi af hinum gagnmerku kenningum Immanuels Kant og er ætlað að ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?

Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna erum við til?

Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningar...

Fleiri niðurstöður