Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2940 svör fundust

Hvað merkir orðið blóri?

Nafnorðið blórar var í eldra máli aðeins notað í fleirtölu í merkingunni 'ásökun, sakaráburður' og þannig er það gefið upp í orðabókum. Algengast er að það sé í nútímamáli notað í orðasambandinu að gera e-ð í blóra við e-n 'gera e-ð þannig að sök falli á annan'. Eintölumyndin blóri er eitthvað notuð í yngra máli, ...

Nánar

Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?

Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öl...

Nánar

Hvar fundust öll íslensku handritin?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...

Nánar

Hvernig troða menn marvaða og hvaðan er það orðasamband komið?

Marvaði er sérstakur fótaburður í vatni. Menn eru nánast í lóðréttri stöðu en hreyfa fæturna fram og aftur til að halda sér á floti. Margur maðurinn hefur bjargað sér frá drukknun með því að troða marvaða. Hermenn að troða marvaða. Orðið er samsett úr mar ‘sjór’ og vaði af sögninni að vaða ‘ösla í vatni’. Elstu ...

Nánar

Hvað var vísindabyltingin?

Vísindabyltingin skín skærar en nokkuð annað frá tilkomu kristni. Í samanburði við hana eru endurreisnin og siðaskiptin lítið annað en vörður á leið kristninnar á miðöldum. - Herbert Butterfield1Í sögu vísinda hafa orðið margar byltingar. Þegar vísað er til vísindabyltingarinnar með ákveðnum greini er yfirleitt át...

Nánar

Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?

Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama? Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft nota...

Nánar

Hvað er að ybba gogg?

Sögnin að ybba þekkist í málinu frá 17. öld og merkir ‘ýfast, derra sig’. Af sögninni er líklega leitt lýsingarorðið ybbinn ‘argur, önugur, ósvífinn’. Goggur merkir annars vegar ‘nef á fugli’ en hins vegar ‘kjaftur, munnur’. Sá sem er að ybba gogg er því að ‘brúka munn, mótmæla, rífa sig’. Sögnin að ybba þe...

Nánar

Hvað er japl, jaml og fuður?

Orðin japl og jaml hafa nokkurn veginn sömu merkingu. Þau eru notuð um nöldur, tuð eða eitthvað í þá veru. Fuður merkir hins vegar ‘ráðleysisfum’. Ástæða þess að þau eru oft nefnd saman er að í þekktu kvæði um umrenninginn Jón hrak eftir Stephan G. Stephansson er þetta erindi:Þá kvað einn: ,,Vér úrráð höfum: Út ...

Nánar

Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?

Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...

Nánar

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

Nánar

Hvers konar orð er akkorð?

Akkorð er nafnorð og tökuorð í íslensku úr dönsku á 17. öld. Merkingin er ‘samningur; ákvæðisvinna, ákvæðisverk’. Í dönsku er orðið komið úr frönsku accord sem aftur er leitt af sögninni accorder ‘samræma’. Eins og svo oft á franskan rætur að rekja til latínu, ad ‘til, að’ og cordis, eignarfall af cor ‘hjarta’, þa...

Nánar

Hvað eru bönd í handritum?

Band getur verið strik yfir bókstaf eða í gegnum legg á staf, fast merki ofan orðs eða ofan og aftan við síðasta staf í orði, depill eða smækkaður bókstafur sem er skrifaður ofan orðs. Böndin standa oftast fyrir sérhljóð + samhljóð (eða öfugt), en geta þó staðið fyrir heilu orðhlutana. Fyrsti málfræðingurinn (...

Nánar

Er Amish-fólk Gyðingatrúar? Ef ekki, hverrar trúar er það þá?

Nei, Amish-fólkið er ekki Gyðingatrúar heldur kristið. Amish-söfnuðirinn varð til á seinni hluta 17. aldar sem klofningshópur úr söfnuði svissneskra mennoníta. Stofnandi hans var Jacob Amman. Amish-söfnuðir dreifðust svo um Evrópu, til Þýskalands, Hollands, Rússlands og Frakklands. Á 18. öld tóku stórir hópar A...

Nánar

Hversu mörg íslensk handrit eru varðveitt í útlöndum?

Á 14. öld framleiddu Íslendingar handrit til útflutnings á Noregsmarkað og einhver þeirra kunna að vera varðveitt enn í bútum og brotum, en varla heil eintök. Undir lok 16. aldar fengu danskir og sænskir fræðimenn áhuga á íslenskum fornritum og handrit tóku að slæðast úr landi. Enn jókst straumurinn um miðja 17. ö...

Nánar

Fleiri niðurstöður