Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 749 svör fundust

Hvað er sauðlaukur sem Sauðlauksdalur er kenndur við?

Sauðlauksdalur er fyrrum prestssetur í Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups frá því um 1200 er staðurinn aðeins nefndur Dalur: Kirkja í Dal (Ísl. fornbréfasafn XII, 13). Í Prestssögu Guðmundar góða frá fyrri hluta 13. aldar er nafnmyndin Sauðlausdalr (Sturlunga saga I, ...

Nánar

Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?

Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...

Nánar

Hvert er stærsta rándýr á landi?

Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birni...

Nánar

Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?

Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...

Nánar

Upp við hvaða dogg rísa menn?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona:Hvað þýðir orðið doggur og hvaðan kemur það, í samhenginu "að rísa upp við dogg"? Endalaust finnst enn af orðum sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hvað er doggur... ef það er þá rétta nefnifallsmyndin (enda orðið aldrei notað í nefnifalli)? Orðið doggur þekkist í málinu...

Nánar

Hvað hafa margir ísbirnir komið til Íslands?

Ísbirnir (Ursus maritimus) hafa flækst hingað til lands annað slagið allt frá því að landið byggðist og sennilega mun lengur. Þúsunda ára gamlar leifar eftir hvítabjörn hafa fundist á Norðurlandi. Á síðasta jökulskeiði var Ísland á syðri mörkum jökulíssins og ísbirnir því væntanlega haft ágætis aðgengi að landinu....

Nánar

Með hverju veiðir maður þorsk?

Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Þessi veiðarfæri eru enn þann dag í dag með afkastamestu veiðarfærum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Botnvarpan hefur verið afkastamesta ve...

Nánar

Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?

Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...

Nánar

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

Nánar

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

Nánar

Hvers konar sjón er nasasjón?

Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...

Nánar

Hver er ber að baki og á hann bróður?

Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hví...

Nánar

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

Nánar

Fleiri niðurstöður