Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 476 svör fundust

Hver var fyrstur til þess að fjöldaframleiða bíla?

Það er ekki til nein einhlít skilgreining á því hvað átt er við með því að fjöldaframleiða eitthvað. Það flækir svarið við þessari spurningu. Engu að síður virðist liggja nokkuð beint við að telja bíl sem kallaður var Curved Dash Oldsmobile þann fyrsta sem var fjöldaframleiddur. Framleiðandi hans var bílasmiðurinn...

Nánar

Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?

Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar. Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eiga einnig metið...

Nánar

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

Nánar

Hversu hratt geta apalhraun runnið og hvað ræður rennslishraðanum?

Svonefnd kvikustrókavirkni er afleiðing afgösunar sem eykur seigju kvikunnar, og öflugt kvikuútstreymi viðheldur miklum rennslishraða. Hvort tveggja vinnur gegn myndun samfelldrar hraunskorpu og stuðlar þannig að myndun apalhrauns.[1] Virkni af þessu tagi myndar oft rauðglóandi kvikustrókahraun sem geta flætt mjög...

Nánar

Hvenær myndast helluhraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Helluhraunbreiður myndast að jafnaði í mörgum hraunflóðum, þar sem hvert þeirra er mótað úr fjölda hraunsepa (sjá skýringarmynd). Slíkar hraunbreiður myndast í hraungosum, hvort heldur frá sprungum eða hringlaga gosrás, þar sem framleiðnin er hl...

Nánar

Hvernig geta litir og tónlist haft áhrif í auglýsingum?

Þegar viðtakendur auglýsinga kunna vel að meta liti og/eða tónlist í auglýsingum þá munu þeir, að öllu jöfnu, kunna vel við skilaboð auglýsingarinnar, vöruna eða þann aðila sem er auglýstur (Perloff, 2003). Í slíkum tilvikum er hlutlaust áreiti (til dæmis varan), sem viðkomandi hefur enga sérstaka skoðun á, tengt...

Nánar

Hvernig eru hraun flokkuð?

Um flokkun hrauna eftir efnasamsetningu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig eru hraun flokkuð eftir efnasamsetningu? Eins og þar kemur fram er heppilegra að flokka hraun eftir formtegundum með sterkri tilvísun í einkennandi ásýnd og byggingarlag. Slík flokkun er rökréttari, því að hún tekur mei...

Nánar

Hvað eru öreindir?

Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...

Nánar

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

Nánar

Af hverju eru sniglar slímugir?

Meginhlutverk slímsins (e. mucus) sem sniglar seyta frá sér, er að gera hreyfingar eða skrið þeirra auðveldara, koma í veg fyrir að fóturinn verði fyrir meiðslum og minnka mótstöðu þegar þeir skríða um jarðveginn. Einnig hafa líffræðingar sem rannsakað hafa lífshætti snigla, komist að því að við óhentug skilyr...

Nánar

Hvað eru genalækningar og er hægt að nota þær gegn hvítblæði?

Genalækningar byggja á aðferðum sameindaerfðafræði og frumulíffræði. Þeim má skipta í tvær gerðir, kímlínugenalækningar og líkamsfrumugenalækningar. Kímlínugenalækningar myndu fela í sér erfðabreytingu á kynfrumum eða snemmfóstrum/stofnfrumum, sem síðan gætu af sér einstakling. Afkvæmi þess einstaklings gætu eigna...

Nánar

Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?

Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...

Nánar

Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?

Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppn...

Nánar

Fleiri niðurstöður