Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 96 svör fundust

Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?

Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni ekkert annað en skortur á hita! Orkan sem tengist hitanum og hreyfingu efniseindanna kallast varmi. Varmi h...

Nánar

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

Nánar

Hvers vegna eru ljósin á norður- og suðurhveli talin vera samhverf?

Eins og fram kemur í svörum við spurningunum 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' og 'Hvers vegna virðist stefna norðurljósa ávallt vera svipuð?' þá myndast norður- og suðurljósin við það að hlaðnar eindir, sem hreyfast hratt eftir segulsviðslínum jarðarinnar, rekast á sameindir og frumeindir í lofthjúpnu...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tilraunir til að nota plast sem leiðara?

Plast er samsett úr mjög löngum sameindum sem nefnast fjölliður. Mörg efni í kringum okkur eru fjölliður, nægir að nefna plast í ýmsum myndum, nælon og ýmis efni notuð í fatnað, húsgögn og margt annað. Í flestum tilfellum eru þessi efni einangrarar; leiða ekki rafstraum. Hægt er að breyta rafeiginleikum þeirra með...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hulduefni?

Hulduefni (e. dark matter) er í stuttu máli efni sem okkur er hulið sjónum; talið er að um 85% alls efnis í alheiminum sé hulduefni. Þetta efni veldur þyngdarhrifum á sama hátt og efni sem við sjáum, það er stjörnur, vetrarbrautir og svo framvegis. Allt efni sem við sjáum er úr svokölluðum þungeindum (e. baryons)....

Nánar

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

Nánar

Af hverju er loftið ósnertanlegt?

Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...

Nánar

Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?

Upplausnarmörk eru tengd öldulengd (λ) ljóssins sem notað er við myndyfirfærslu. Ljósið getur ekki flutt upplýsingar um breytingar á áferð yfirborðs á lengdarkvarða sem er minni en öldulengd. Ef við gætum valið að vild öldulengd ljóss sem notað er við speglun kæmum við að upplausnarmörkum sem er fjarlægð m...

Nánar

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...

Nánar

Hvers vegna er skammtafræðin svona ólík klassískri eðlisfræði?

Hér er einnig svarað spurningum Birgis Haukssonar: Hvernig er kenningin í skammtafræði um að hlutur geti verið á 2 stöðum á sama tíma? Hvaða rit eru til á íslensku, á mannamáli, um skammtafræði? Skammtafræði er í grundvallaratriðum frábrugðin klassískri eðlisfræði. Það helgast af því að þessar tvær kenningar...

Nánar

Hvað er andefni?

Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...

Nánar

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?

Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...

Nánar

Tímamótaritgerðir Einsteins á íslensku

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og vísindasögu og fyrrverandi ritstjóri Vísindavefsins, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu á bókinni Efni og eindir, ljós og skammtar, með þýðingu á ritgerðum eftir Albert Einstein frá árinu 1905 ásamt inngangsorðum og öðru stoðefni fyrir almen...

Nánar

Fleiri niðurstöður